Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 78
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 77 vanhagaði um og sagði: „það var nú gott að ég geymdi þetta.“ Í kistlunum hennar voru óteljandi slíkir hlutir sem enginn á heimilinu vissi um eða hirti um að geyma nema hún. Einu sinni reiddist ég henni. Það atvikaðist þannig: Við sátum til borðs og þegar ég var að fá mér kvas missti ég könnuna og það helltist yfir dúkinn. „Kallið á Natölju Savíshnu svo hún geti dáðst að uppáhaldinu sínu,“ sagði mamma. Natalja Savíshna kom inn og þegar hún sá blettinn hristi hún höfuðið. Mamma hvíslaði einhverju í eyra hennar og hún fór út og bandaði um leið fingrinum ógnandi í áttina til mín. Ég var í sérlega góðu skapi eftir matinn og hoppaði og skoppaði í áttina að samkvæmis- salnum. Allt í einu stökk Natalja Savíshna úr dyrunum fram á ganginn með dúkinn í hönd- unum, náði mér og þrátt fyrir örvæntingar- fullar mótbárur af minni hálfu byrjaði hún að nudda blautum dúknum í andlit mitt og endurtók í sífellu: „Ekki óhreinka dúkana, ekki óhreinka dúkana, heyrirðu það!“ Mér var svo misboðið að ég öskraði af bræði. „Jæja þá!“ sagði ég við sjálfan mig og gekk kjökrandi fram og aftur um salinn. „Natalja Savíshna, nei, einfaldlega Natalja, leyfir sér að þúa mig og slær mig þar að auki í framan með blautum dúk eins og ég væri hlaupa- drengur. Þetta er skelfilegt!“ Þegar Natalja Savíshna sá að ég var viti mínu fjær af reiði, hljóp hún strax burt en ég hélt áfram að stika fram og aftur og hugsa um það hvernig ég gæti hefnt mín á þessari frökku Natölju fyrir þá hneisu sem ég hafði orðið að þola. Að nokkrum mínútum liðnum kom Natalja Savíshna aftur, gekk hikandi til mín og fór að reyna að bæta fyrir þetta: „Svona, svona, litli herra, hættið að gráta … fyrirgefið mér, bjánanum … þetta er allt mér að kenna … fyrirgefið mér, elsku drengurinn minn … hérna.“ Hún dró undan sjalinu sínu kramarhús úr rauðum pappír með tveimur karamellum og gráfíkju og rétti mér skjálfandi hendi. Ég átti erfitt með að horfa framan í þessa góðu gömlu konu. Ég sneri mér undan, tók við gjöfinni og tárin fóru að streyma enn hraðar, en í þetta sinn ekki af bræði heldur af ást og skömm. Bernska Sæla, unaðslega bernskutíð sem aldrei kemur aftur! Hvernig gæti manni annað en þótt vænt um og hlúð að minningum frá þeim tíma? þær lýsa upp og lyfta andanum og eru uppspretta allra minna sælustu ánægjustunda. Eftir að hafa hlaupið og ærslast allan liðlangan daginn sit ég í háa stólnum við teborðið. Það er orðið áliðið og ég er löngu búinn með sykruðu mjólkina. Ég berst við að halda augunum opnum en hreyfi mig ekki, sit sem fastast og hlusta. Hvernig er líka annað hægt? Mamma er að tala við einhvern og rödd hennar hljómar svo blítt, svo ein- staklega elskulega. Þessi hljómur einn og sér endurómar í hjarta mínu! Með svefndrukkn- um augum horfi ég stíft á andlit hennar og allt í einu verður hún pínulítil, andlit hennar ekki stærra en smáhnappur, en ég sé hana samt alveg skýrt, sé hvernig hún horfir til mín og brosir. Mér finnst gaman að sjá hana svona litla. Ég píri augun enn meira og hún virðist ekki stærri en spegilmynd lítils drengs í augasteini, en nú hreyfi ég mig og við það hverfa töfrarnir á augabragði. Ég hálfloka augunum, sný mér við og reyni af fremsta megni að endurvekja þá en án árangurs. Ég stend upp, dreg fæturna upp undir mig og kem mér betur fyrir í stólnum. „Þú sofnar bara aftur, Níkolenka,“ segir mamma við mig. „Þú ættir að drífa þig upp á loft.“ „Mig langar ekki að fara að sofa, mamma,“ svara ég og hugurinn fyllist af óljósum, ljúfum dagdraumum, en eins og börnum er eðlilegt þyngjast augnlokin og fyrr en varir er ég sofnaður og blunda vært þar til ég er vakinn. Í svefnrofunum finn ég að mjúk hönd snertir mig. Af snertingunni einni saman þekki ég höndina og hálfsofandi gríp ég hana ósjálfrátt og þrýsti henni þéttingsfast að vörunum. Allir eru farnir upp, það logar aðeins á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.