Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 46
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 45 „Í stjórnarskránni ætti að vera ákvæði um að auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, séu ævarandi eign íslensku þjóðarinnar sem nýttar skuli með sjálfbærni og hagmuni allra að leiðarljósi.” Þessi setninga var felld út úr ályktuninni, en ekki fyrr en við lokaafgreiðslu. Þetta er lagt til þrátt fyrir að sagan segi okkur að auðlindir eru best komnar í dreifðri eign einstaklinga og samtaka þeirra. Ríkiseign auðlinda er uppskrift að örbirgð og fátækt. Auk þess er sú auðlind sem mestu máli skipir hvorki fiskur né fallvötn heldur fólk. Og sem betur fer eru þau fá samfélögin sem hefur tekist að ríkisvæða að fullu þá auðlind. Og helsta auðlind Sjálfstæðisflokksins er auðvitað það unga fólk sem „tók völdin” á landsfundinum haustið 2015. Það verður verðugt verkefni þeirra að gera orð að athöfnum og fylgja því eftir að fulltrúar flokksins á þingi og í sveitarstjórnum fylgi eftir óskalista grasrótarinnar. Og í því verkefni eiga þau sér fleiri fylgismenn með grátt í vöngum en þau grunar. Skafti Harðarson er formaður Samtaka skattgreiðenda. „Stjórnvöld leggja fram umdeilt frumvarp um stórhækkun sérstakra gjalda á sjávarútvegsfyrirtæki. Daginn eftir fer frétta- stofa ríkisins af stað með umfjöllun þar sem því er haldið fram að stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafi brotið gróflega gegn ákvæðum skatta- og gjaldeyrislaga. Sama dag ræðst gjaldeyriseftirlit Seðlabanka ríkisins inn í skrifstofur þessa fyrirtækis og leggur hald á gögn í brettavís. Fjölmiðlar virðast boðaðir í húsleitirnar og ekki er dregin dul á það í fjölmiðlum að til rannsókn- ar séu stórfelld brot af hálfu stjórnenda þessa fyrirtækis. Ráðherra segir að rannsaka þurfi hvort sjávarútvegsfyrirtæki séu almennt að koma stórfelld- um fjármunum undan skatti í útlöndum. Upplýst er að fréttastofa ríkisins og gjaldeyriseftirlitið höfðu með sér samráð við upphaf rannsóknarinnar.“ Þannig hefst grein sem Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður, birti í Morgunblaðinu 5. desember sl. Þetta er ekki lýsing á „Rúss- landi Pútíns heldur Íslandi þeirra Steingríms, Jóhönnu og Más“: „Ofangreindir atburðir áttu sér stað í lok mars 2012 og beindust aðgerðirnar að sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja og stjórnendum þess.” Aðförinni að Samherja lauk með því að Seðla- bankinn var gerður afturreka með allan sinn málatilbúnað. Borgar Þór bendir á að lögum samkvæmt beri Már Guðmundsson seðla- bankastjóri ábyrgð á rekstri bankans en hann sé á flótta undan ábyrgðinni og gefi í skyn að „Samherji hafi sloppið“ vegna klúðurs við lagasetningu: „Slíkar dylgjur eru ekki samboðnar seðla- bankastjóra og það verður að gera þá kröfu að fyrir- tæki sem hreinsað hefur verið af ásökunum hans njóti sannmælis.“ Í greininni vitnar Borgar Þór í álit umboðsmanns Alþingis sem hefur gert alvarlegar athugasemdir við starfshætti Seðlabankans. Niðurstaða Borgars Þórs er skýr: „Það er grundvallarregla í öllum skárri samfélögum að valdi fylgir ábyrgð, og því meira sem valdið er því meiri ábyrgð bera vald- hafarnir. Seðlabankastjóri er ekki undanþeginn þessari meginreglu. Það er vond tilhugsun ef þeir sem með slík völd fara telja sig ekki þurfa að standa skil á gerðum sínum.“ Már kemst ekki undan ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.