Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 60
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 59
yfirgangi. Í útlöndum hafði sjálfsánægja
íslenskra fjármálamanna skapað gremju og
reiði í okkar garð fyrir hrun. Eftir hrunið blés
auðmýktin vinum okkar og bandamönnum í
brjóst fyrirlitningu og refsigleði.
Eftir að Íslands gekk í EES og hefur athuga-
semdalaust tekið við fyrirmælum frá Brussel
um æ fleiri innlend málefni, hefur orðið
breyting á afstöðu ekki aðeins margra stjórn-
málamanna og embættismanna, heldur og
almennings. Hér er um að ræða eins konar
nýja tegund af örlagahyggju, sem blandast
tómlæti, hlýðni og uppgjöf.
Sterkasta pólitíska birtingarmynd þessarar
hlýðni er hin svokallaða „samræðupólitík“,
sem hefur gengið eins og pest yfir þjóðina
og útbreitt dómgreindarleysi út í ólíklegustu
kima stjórnmálanna. Það er orðinn pólitískur
rétttrúnaður að það þurfi að ræða málin,
semja, kíkja í pakkann. Það er orðinn sjálf-
stæð dyggð að semja um alla hluti. Það
virðist gleymt að sumir samningar hafa
varðveist í sögunni sem uppspretta siðferði-
legra hörmunga og alþjóðlegra harmleikja.
Kannast menn ekki við München?
Samræðupólitíkinni fylgir ótti við
ákvarðanir. Þess vegna er mörgum stórum
málum ýtt úr vör en þau ekki kláruð. Aðildar-
viðræður hófust og runnu út í sandinn án
þess að það væri viðurkennt. Stjórnarskrá
lýðveldisins var kennt um hrunið. Hástemmdar
yfirlýsingar um nýtt Ísland urðu að farsa.
Í krafti þessa málrófsátrúnaðar var þess
krafist af ríkisstjórn, sem er á móti aðild að
ESB, að hún héldi aðildarviðræðum áfram.
Skoðanakannanir mældu að meirihluti
þjóðarinnar styddi það sjónarmið, þótt hann
væri á móti aðild. Gegn þungum straumi
málrófsins hefur ríkisstjórnin ekki getað róið.
Hún getur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum
með því að afturkalla umsókn um aðild að
ESB, sem lögð var fram án þess að þjóðin hefði
samþykkt að hún vildi ganga í sambandið.
Málið er enn í skúffum embættismanna,
Með opnum og skilyrðislitlum aðgangi að alþjóðlegu lánsfé, sannfærðust íslenskir fjármálamógúlar og atvinnufjárfestar
um að þeir væru í forystusveit á heimsvísu. Þeir fylltust ánægju yfir eigin ágæti, urðu dreissugir og sýndu af þér hroka. Þegar
blaðran sprakk breyttist þessi yfirgangur í auðmýkt á einni nóttu. Það gengu milli sendifulltrúa utanríkisþjónustunnar
vinnunótur með ráðleggingum um að sýna auðmýkt og fara með veggjum. Lengst náði þessi auðmýkt í ICESAVE-málinu.
Mynd: italianmare