Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 60

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 60
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 59 yfirgangi. Í útlöndum hafði sjálfsánægja íslenskra fjármálamanna skapað gremju og reiði í okkar garð fyrir hrun. Eftir hrunið blés auðmýktin vinum okkar og bandamönnum í brjóst fyrirlitningu og refsigleði. Eftir að Íslands gekk í EES og hefur athuga- semdalaust tekið við fyrirmælum frá Brussel um æ fleiri innlend málefni, hefur orðið breyting á afstöðu ekki aðeins margra stjórn- málamanna og embættismanna, heldur og almennings. Hér er um að ræða eins konar nýja tegund af örlagahyggju, sem blandast tómlæti, hlýðni og uppgjöf. Sterkasta pólitíska birtingarmynd þessarar hlýðni er hin svokallaða „samræðupólitík“, sem hefur gengið eins og pest yfir þjóðina og útbreitt dómgreindarleysi út í ólíklegustu kima stjórnmálanna. Það er orðinn pólitískur rétttrúnaður að það þurfi að ræða málin, semja, kíkja í pakkann. Það er orðinn sjálf- stæð dyggð að semja um alla hluti. Það virðist gleymt að sumir samningar hafa varðveist í sögunni sem uppspretta siðferði- legra hörmunga og alþjóðlegra harmleikja. Kannast menn ekki við München? Samræðupólitíkinni fylgir ótti við ákvarðanir. Þess vegna er mörgum stórum málum ýtt úr vör en þau ekki kláruð. Aðildar- viðræður hófust og runnu út í sandinn án þess að það væri viðurkennt. Stjórnarskrá lýðveldisins var kennt um hrunið. Hástemmdar yfirlýsingar um nýtt Ísland urðu að farsa. Í krafti þessa málrófsátrúnaðar var þess krafist af ríkisstjórn, sem er á móti aðild að ESB, að hún héldi aðildarviðræðum áfram. Skoðanakannanir mældu að meirihluti þjóðarinnar styddi það sjónarmið, þótt hann væri á móti aðild. Gegn þungum straumi málrófsins hefur ríkisstjórnin ekki getað róið. Hún getur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum með því að afturkalla umsókn um aðild að ESB, sem lögð var fram án þess að þjóðin hefði samþykkt að hún vildi ganga í sambandið. Málið er enn í skúffum embættismanna, Með opnum og skilyrðislitlum aðgangi að alþjóðlegu lánsfé, sannfærðust íslenskir fjármálamógúlar og atvinnufjárfestar um að þeir væru í forystusveit á heimsvísu. Þeir fylltust ánægju yfir eigin ágæti, urðu dreissugir og sýndu af þér hroka. Þegar blaðran sprakk breyttist þessi yfirgangur í auðmýkt á einni nóttu. Það gengu milli sendifulltrúa utanríkisþjónustunnar vinnunótur með ráðleggingum um að sýna auðmýkt og fara með veggjum. Lengst náði þessi auðmýkt í ICESAVE-málinu. Mynd: italianmare
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.