Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 40

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 40
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 39 komust í hendur einstaklinga. Yfirleitt á spott- prís sem ekki endurspeglaði vænt eða raun- veruleg verðmæti. – Þetta er tími sem fram til þessa var einstæður í sögunni og mun líklega aldrei koma aftur, sagði Bill Browder höfundur bókarinnar Eftirlýstur, á fundi í Háskóla Íslands í tilefni af útgáfu bókarinnar hér á landi. Gríðarleg verðmæti skiptu um hendur Gleymum því ekki að í Rússlandi eru gríðar- legar auðlindir af fjölþættum toga þar sem olían spilar þó stærstu rulluna. Þarna fór fram margs konar framleiðsla fyrir stórþjóð og fylgihnetti hennar. Sovétríkin höfðu þrátt fyrir allt átt viðskipti við aðrar þjóðir. Meira að segja við hér uppi á litla Íslandi þekktum það. Olía var lengst af nær eingöngu keypt hingað til lands af Sovétríkjunum – i skiptum fyrir fisk og iðnaðarframleiðslu. Fyrirtæki sem höfðu stundað þessi viðskipti í Sovétríkjunum voru skyndilega í lausu lofti. Reksturinn í fullkomnu uppnámi og enginn vissi hvernig ætti að bregðast við. Eignir skiptu um hendur og gríðarleg verðmæti voru þannig flutt frá íbúum hins nýja Rússlands til kaupahéðna og braskara en auðvitað líka til alvöru kaupsýslu- manna sem voru drifnir áfram að heilbrigðri hagnaðarvon. Þeir lukkunnar pamfílar sem gátu komist yfir eignir við þessar aðstæður gátu ætlað að þeirra biði rósrauð framtíð. Þeir sátu með í höndunum eignir sem í mörgum tilvikum höfðu verið verðlagðar með afar frum- stæðum hætti. Skjótt skipast veður í lofti En veður skipaðist skjótt í lofti. Hið nýja Rúss- land tók á sig nýja mynd. Í bókinni Eftirlýstur eftir Bill Browder sem Almenna Bókafélagið gaf út er gefin lýsing á þessu þjóðfélagi. Sam- kvæmt lýsingu höfundar er hið nýja Rússland í raun bófasamfélag, þar sem leikreglurnar eru sniðnar að hagsmunum ríkjandi afla, stjórnvalda sem maka krókinn og allsherjar spillingu. Réttarríki í þeim skilningi sem við leggjum í það hugtak fyrirfinnst ekki. Lög- reglan er handbendi stjórnvalda; ekki þjónn almennings heldur óvinur. Í réttarsölum fer ekki fram málsmeðferð þar sem sakborningar eiga rétt, nema það henti þörfum þeirra sem ráða. Eignarrétturinn, hornsteinn siðaðrar samfélagsgerðar er í engu metinn. Og æðstu stjórnendur maka krókinn, ætla sér hlut af viðskiptalegum gripdeildum til persónulegra þarfa og eignar. Browder hélt því til dæmis blákalt fram á fundinum í Háskóla Íslands að Pútín Rússlandsforseti sé ríkasti maður heims; ríkari en Bill Gates, Warren Buffet, Carlos Slim Helu og þeir allir. Allt með þeim hætti að hann krafðist hlutar af þeim sem hann heimilaði að stunda viðskipti sem náðu máli í Rússlandi. Í kring um hóp æðstu stjórnenda er síðan flókinn vefur minni spámanna sem fá sína sneið af kökunni; milljón hér og milljón þar, sem dugir umtalverðum hópi fólks til þess að lifa í vellystingum praktuglega. Eins og Browder lýsir þessu hafa þessir menn (og konur eru auðvitað líka menn, þó þeirra hlutur virðist rýrari) beina hagsmuni af því að viðhalda þessu valdakerfi og fyrirkomulagi. Þetta eru lögreglumenn og dómarar, minni- háttar kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, kerfiskallar og kellingar og svo framvegis. Eins konar köngulóavefur sem teygir sig um samfélagið og tryggir þetta fyrirkomulag. Þessu fólki er það í hag að þannig verði þetta áfram og gætir þess að rugga engum bátum svo hagmunir þess raskist ekki. Efst trónir svo elítan skipuð „ólígörkum“ af ýmsum toga. En fróðlegt er að þetta hugtak er enskusletta byggð á rússnesku orði og vísar til einhvers konar klíku eða fámennisstjórnar sem makar krókinn. Lýsing Browdens Bók Bill Browder er auðvitað einhliða lýsing hans á Rússlandi. Æsispennandi og reyfara- kennd svo ekki sé meira sagt, en byggð á ævi hans og reynslu af rússnesku samfélagi og viðskiptalífi eftir hrun kommúnismans. Það er stundum sagt að sannleikurinn geti stundum verið ótrúlegri en nokkur skáldsaga og oft kom það upp í hugann við lestur bókarinnar. Á köflum er hún líka átakanleg, svo sem eins og lýsingin á örlögum lögfræðingsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.