Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.12.2015, Blaðsíða 94
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 93 mína fyrir yfirskin til að slá óvini sína í hópi ólígarka út af laginu. Ég var svo hugfanginn af eigin árangri og hagnaði sjóðsins að ég skildi þetta ekki. Í fávisku minni hélt ég að Pútín væri að hugsa um almannaheill og vildi af einlægni reyna að hreinsa til í Rússlandi. Margir hafa spurt hvers vegna ólígarkarnir drápu mig einfaldlega ekki fyrir að afhjúpa spillingu þeirra. Það er góð spurning. Í Rússlandi er fólk drepið af miklu minna tilefni. Þetta var fullkomlega löglaust samfélag þar sem allt gat gerst og gerðist oft. Það sem bjargaði mér var ekki ótti neins við arm laganna heldur vænisýki. Rússar eru þjóð sem þrífst á samsæris- kenningum. Alltaf hlaðast upp mörg lög af skýringum á því hvers vegna eitthvað gerist og engin skýringanna er einföld. Í hugum Rússa var óhugsandi að yfirlætis- laus Bandaríkjamaður sem kunni varla stakt orð í rússnesku væri að ráðast gegn voldugustu ólígörkunum upp á eigin spýtur. Eina trúlega skýringin var að ég væri að leppur einhvers voldugs manns. Þegar litið er til þess að sérhverri baráttu minni við ólígarkana lauk með afskiptum Pútíns eða ríkisstjórnar hans héldu flestir að enginn annar en Vladímír Pútín væri þessi voldugi maður. Það var fáránlegt. Ég hafði aldrei hitt Pútín en allir héldu að ég væri „maður Pútíns” og enginn snerti mig.” (Bls. 155) Að þekkja Rússlands Pútíns er okkur Íslend- ingum mikilvægt sem öðrum. Að því leyti er bók Browdens mikilsvert innlegg. Rússum er gjarnt að hugsa um auðlindir og landsvæði og þeir hafa ekki með öllu fallið frá því að hugsa og framkvæma eins og nýlenduveldi. Innlimun Krím og átökin í Úkraínu eru skýrt dæmi um hvað Pútín er fær um að gera. Þetta getur skipt okkur Íslendinga máli. Um norðurslóðir hafa verið deilur og þekkt er það atvik sem varð um yfirráðarétt á svæðinu árið 2007 þegar Rússar komu fána sínum fyrir á hafsbotni undir Norðurpólnum með kafbáti. Þessi gerningur var hugsaður sem táknræn aðgerð til að sýna fram á yfirráðarétt þeirra á svæðinu. Það er því skiljanlegt þegar kalda- stríðssérfræðingar hér heima og erlendis lýsa yfir áhyggjum sínum af þróun mála. Hafa verður þó í huga að Rússar njóta annars konar samúðar á Vesturlöndum en Sovétríkin áður fyrr. Þrátt fyrir allt hefur pólitíkin breyst nokkuð. Þess mikilvægara er að fá bók eins og Eftirlýstur til að fá innsýn inn í þann gjör- spillta heim sem Rússland Pútíns sannarlega er. Þessi bók er nauðsynleg hverjum þeim sem vill setja sig inn í stöðu Rússlands og skilja þau öfl sem þar ráða ríkjum. Að því leyti er hún hvalreki fyrir íslenska lesendur. Því verður ekki neitað að bókin Eftirlýstur, hefur mikil áhrif á lesandann. Hún situr í honum. Ef til vill er það ástæða þess að um þegar hefur hún verið þýdd á 25 tungumál, en hún kom fyrst út í Bandaríkjunum og Bretlandi í vor. Ekki spillir svo fyrir að bókin er hörkuspennandi aflestrar, rétt eins og um sakamálasögu sé um að ræða. Það þarf því engum að kom á óvart að þegar er hafin undirbúningur á því að gera kvikmynd eftir bókinni í Hollywood. Frá fjölmennum fundi sem Bill Browder hélt í hátíðarsal Háskóla Íslands þegar hann var hér á landi í nóvember síðastliðnum. Þess mikilvægara er að fá bók eins og Eftirlýstur til að fá innsýn inn í þann gjörspillta heim sem Rússland Pútíns sannarlega er. Þessi bók er nauðsynleg hverjum þeim sem vill setja sig inn í stöðu Rússlands og skilja þau öfl sem þar ráða ríkjum. Að því leyti er hún hvalreki fyrir íslenska lesendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.