Þjóðmál - 01.12.2015, Side 59

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 59
58 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 þjóðarinnar myndi batna stórlega ef innflutn- ingur landbúnaðarafurða yrði stóraukinn. Svo virðist sem sá skilningur sem íslenskur landbúnaður hefur löngum notið hjá stjórn- völdum, sé nú að láta undan þessum þrýst- ingi. Eins og stendur virðist stefnuleysi vera að skjóta rótum jafnvel hjá þeim sem löngum hafa talið sig bera hlýrri hug til bænda en aðrir. Ég hef þá trú að Íslendingar geti ekki skapað sér örlög sem sjálfstæð og fullvalda þjóð ef þeir setja sér ekki metnaðarfull markmið á sviði orku og matvælaframleiðslu. Við verðum að hafa sjálfstæðan aðgang að tiltölulega ódýrri orku, sem framleidd er í sátt við náttúru landsins. Við þurfum að efla verulega innlenda framleiðslu vandaðra matvæla og vera okkur sjálfum nóg í mun ríkari mæli en nú er. Að öðrum kosti getum við orðið fórnarlömb skaðlegs þrýstings og þvingana, sem við munum ekki standast. Það er tiltölulega stutt síðan slíkum þrýstingingi var beitt, sem skók undirstöður lýðveldisins. Við getum ekki lagt traust okkar á umheiminn, þótt við eigum þar góða vini og bandamenn. Samband Íslands við umheiminn Ef samband Íslendinga við umheiminn er vandmeðfarið, er það vegna þess að á þeim vettvangi er sjálfstraust okkar minnst. Þegar við gengum hraðast um gleðinnar dyr á árunum 2003-2008 komu í ljós andlegir veikleikar, sem afvegaleiddu ekki aðeins hluta forystumanna í atvinnulífi og stjórn- málum, heldur einnig umtalsverðan hluta þjóðarinnar. Með opnum og skilyrðislitlum aðgangi að alþjóðlegu lánsfé, sannfærðust íslenskir fjármálamógúlar og atvinnufjárfestar um að þeir væru í forystusveit á heimsvísu. Þeir fylltust ánægju yfir eigin ágæti, urðu dreissugir og sýndu af þér hroka. Eru til margar frásagnir af gassagangi þeirra. Sjálfur varð ég vitni að ýmsu, sem ég hefði frekar viljað að mig hefði dreymt á þungri nóttu. Þegar blaðran sprakk breyttist þessi yfirgangur í auðmýkt á einni nóttu. Það gengu milli sendifulltrúa utan- ríkisþjónustunnar vinnunótur með ráðlegg- ingum um að sýna auðmýkt og fara með veggjum. Það var meðal þessara sjálfumglöðu peningamanna og embættismanna, ekki síst utanríkisþjónustunnar, sem áhuginn var mestur að segja sig til sveitar í ESB, þegar að kreppti. En hann náði líka mjög langt inn í raðir stjórnmálamannanna og gerir það enn. Lengst náði þessi auðmýkt í ICESAVE-málinu. Það er nánast lögmál í alþjóðlegum samskiptum að auðmýkt býður heim Sterkasta pólitíska birtingarmynd þessarar hlýðni er hin svokallaða „samræðupólitík“, sem hefur gengið eins og pest yfir þjóðina og útbreitt dómgreindarleysi út í ólíklegustu kima stjórnmálanna. Það er orðinn pólitískur rétttrúnaður að það þurfi að ræða málin, semja, kíkja í pakkann. Það er orðinn sjálfstæður mann- kostur að semja um alla hluti. Það virðist gleymt að sumir samningar hafa varðveist í sögunni sem upp- spretta siðferðilegra hörmunga og alþjóðlegra harmleikja. Kannast menn ekki við München? Eins og landbúnaður nágrannaþjóða, lifir íslenskur landbúnaður við kerfisfjötra, sem stuðla að því að halda niðri matvöruverði. Talsverður hluti þjóðarinnar, og umtalsverður hluti af stjórnmálamönnum hennar og fulltrúum launþega trúa því að hagur þjóðarinnar myndi batna stórlega ef innflutningur landbúnaðarafurða yrði stóraukinn. Svo virðist sem sá skilningur sem íslenskur landbúnaður hefur löngum notið hjá stjórnvöldum, sé nú að láta undan þessum þrýstingi.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.