Þjóðmál - 01.03.2020, Side 14

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 14
12 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 VI. Ráðherrar Alþýðubandalagsins gerðu sér grein fyrir að þeim yrði álasað fyrir að sitja í ríkisstjórninni án þess að halda fast við kröfuna sem vó að öryggi Íslands. Til að sefa óánægju fylgismannanna var gripið til þess ráðs að flytja ræðu í bága við reglur Norður- landaráðs og gegn öryggis hagsmunum Íslands á fundinum í Stokkhólmi. Þetta var pólitísk mótvægisaðgerð sem Magnús Kjartans son greip til í samráði við Lúðvík Jósepsson, flokksbróður sinn og samráðherra. Einkennilegast eftir öll þessi ár og allt sem síðan hefur gerst á norrænum vettvangi og í samstarfi Norðurlandaþjóðanna í utanríkis- og öryggismálum er að innan raða vinstri grænna (VG) eru einhverjir straumar í öryggis- og varnarmálum enn þann dag í dag líkir því sem Magnús Kjartansson boðaði í Stokk hólmi; Íslendingar eigi ekki fyrirvaralaust samleið með Norðurlandaþjóðunum í öryggismálum, unnt sé að skilgreina hagsmuni okkar á annan veg en þeirra. Í kalda stríðinu mátti skýra ágreining um þetta á hugmyndafræðilegum forsendum. Brezhnev-kenningin sem varð til árið 1968 þegar sovéskur herafli var sendur inn í Prag snerist um „rétt“ Sovétmanna til að beita hervaldi til að verja sósíalískan ágreining á áhrifasvæði þeirra. Víetnamstríðið stóð þegar Stokkhólmsræðan var flutt. Vegna aðildar sinnar að því varð Bandaríkjastjórn skotspónn margra áhrifa- manna á Vesturlöndum. Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, skipaði sér í forystu andstæðinga hennar á alþjóðavettvangi. Magnús Kjartansson taldi vafalaust að hann nyti skilnings hjá Palme þegar hann gagnrýndi í sænska þingsalnum norskan forsætisráðherra fyrir að lýsa stefnu eigin ríkistjórnar í öryggis- og varnarmálum. Stefnu sem var reist á aðild að NATO og trausti í garð Bandaríkjastjórnar á hættutímum. Stefnu sem stangaðist á við sjónarmið þeirra sem gengu leynt og ljóst erinda Sovétmanna. Í bók sem blaðamaðurinn Mikael Holmström skrifaði, Den Dolda Alliansen – Sveriges hemliga NATO-förbindelser, og kom út árið 2015 segir hann að orð og gjörðir Palme hafi ekki farið saman í afstöðu hans til Bandaríkjastjórnar. Í október 1973 hafi Olof Palme reynt að sann- færa forsætisráðherra Íslands um að halda í Keflavíkurstöðina. Þetta megi finna í minnis- blaði frá Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem segir: „Palme ræddi við íslenska forsætis- ráðherrann og áréttaði hve mikilvægt væri fyrir vestrænt öryggi að ekki yrði hróflað við henni [Keflavíkurstöðinni] ... Þessi tilmæli komu sér sérstaklega vel með vísan til núverandi samningaviðræðna okkar við Íslendinga,“ skrifaði Kissinger í orðsendingu til Nixons forseta.“ (Bls. 305.) Holmström segir að áður óþekkt skjal frá bandaríska sendiráðinu í Stokkhólmi sýni að þetta hafi ekki verið einhver hugdetta hjá Palme eða oftúlkun hjá Kissinger. Stig Gustaf Eugén Synnergren, hershöfðingi og yfirmaður sænska heraflans 1970 til 1978, átti fund með Robert Strauz-Hupé, banda- ríska sendiherranum í Svíþjóð, í júlí 1974: „Synnergren sagði að sænska ríkisstjórnin hefði nýlega reynt að hafa áhrif á Íslendinga til að tryggja að herstöð Bandaríkjamanna yrði áfram í Keflavík. Hann fór hörðum orðum um tilraunir Sovétmanna til að hafa áhrif á gang mála á Íslandi.“ Holmström segir að þetta hafi þótt svo mikil- vægur boðskapur að hann hafi bæði verið sendur til bandaríska utanríkisráðherrans og varnarmálaráðherrans. Hann bætir við að Svíar hafi þannig beitt sér á virkan hátt gagn- vart norræna NATO-landinu Íslandi til að þar kæmu menn til móts við Bandaríkjamenn og flugher þeirra. Sömu B-52 sprengjuvélarnar sem Palme gagnrýndi þegar þær voru sendar með sprengjur á Hanoi ættu þannig áfram að geta lent á Íslandi. Þaðan yrðu B-52 vélarnar og áhafnir þeirra sendar til árása á Sovétríkin yrði ráðist á Skandinavíu og styddu með því Svía.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.