Þjóðmál - 01.03.2020, Page 20

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 20
18 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 4. Látið markaðsöflin vísa veginn. Nýsköpunarstefnan sem kynnt var, og þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið í kjölfarið, ganga út frá því að hið opinbera sé í styðjandi fremur en leiðandi hlutverki þegar kemur að fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Skýrasta dæmið um þetta er stofnun Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs. Sjóðurinn mun ekki fjárfesta beint í fyrirtækjum heldur taka þátt í stofnun sjóða sem svo fjárfesta í sprota- og nýsköpunarsjóðum; svokölluðum vísi- sjóðum (e. venture capital funds). Þessi tegund fjármögnunar áhættusamra nýsköpunarfyrirtækja er álitin eiga rætur sínar að rekja til hvalveiða við austurströnd Bandaríkjanna á ofanverðri átjándu öld, en hefur síðan einkum verið tengd við hátækni- geirann í kringum San Francisco-flóa og önnur þau svæði heims þar sem hugvitsdrifin frumkvöðlastarfsemi er undirstaða verðmæta sköpunar og lífsgæða. Meðal þeirra sem helst hafa rannsakað nýsköpun er lítið deilt um það hvort hið opin- bera hafi einhvers konar hlutverki að gegna í nýsköpun. Alls staðar þar sem nýsköpun er kraftmikil má sjá merki þess að opinber stefnu mótun og fjármögnun hefur átt hlut að máli. Nýsköpunarstefnan sem kynnt var síðastliðið haust leggur áherslu á að beinn stuðningur hins opinbera eigi sér stað fyrst og fremst á stigi óvissunnar í frumrannsóknum og vísindum, en þegar fyrirtæki og viðskipta- hugmyndir verði til á grundvelli rannsókna breytist óvissan smám saman í áhættu sem fjárfestar geta lagt mat á. Eitt af leiðarljósum nýsköpunarstefnunnar – „Ekki þykjast vita það sem ekki er hægt að vita“ – er einmitt ítrekun á mikilvægi þess að opinberu fjár- magni sé ekki stýrt í tiltekna farvegi umfram aðra þegar kemur að stuðningi við fyrirtæki. Í þessu ljósi er líka umhugsunarvert hvort ríkið og sjóðir í eigu þess eigi að takmarka þátttöku sína í fjárfestingum á sama hátt og tíðkast á Norðurlöndum, þannig að opinberir sjóðir taki ekki frumkvæði í fjárfestingum en geti tekið þátt í samfloti við einkaaðila sem taka forystu í fjárfestingum. 5. Varist tilhneiginguna til að flækja hluti umfram þörf. Eitt af leiðarljósum nýsköpunarstefnunnar er að fjármagni sé veitt beint til þeirra sem stunda rannsóknir og frumkvöðlastörf en ekki í yfirbyggingu og stofnanir. Annað leiðarljós segir að áherslu beri að leggja á árangur frekar en útgjöld og fyrirhöfn, en það er ekki óalgengt að stjórnmálafólk stytti sér leið með því að benda á útgjöld til málaflokks þegar spurt er um árangur. Eins er það mjög algeng tilhneiging að opinber stuðningur verði þunglamalegur og þjakaður af skriffinnsku, eftirliti og afskiptum. Þetta er að sumu leyti skiljanlegt og óhjákvæmilegt í ljósi þeirrar varúðar sem jafnan þarf að gæta í meðferð opinbers fjár. Hins vegar er fín lína á milli þess annars vegar að gera réttmætar kröfur um formfestu og hins vegar að setja kæfandi klafa á athafnafrelsi fyrirtækja sem eru í hraðri mótun. Umhverfi bæði hins opinbera og stórra fyrirtækja gerir allt aðrar kröfur um stefnu- festu og áætlunarheldni heldur en hægt er að gera til hratt vaxandi sprotafyrirtækja og mikilvægt er að halda flækjustigi opinberrar þátttöku í nýsköpunarumhverfinu í lágmarki. 6. Verið meðvituð um að langur tími getur liðið þar til árangur kemur fram. Gjarnan er rætt um nýsköpunarumhverfi í „kynslóðum“ þar sem nýir frumkvöðlar njóta góðs af því að geta leitað eftir ráð- leggingum, fjármagni og tengslum hjá þeim sem áður hafa gengið í gegnum svipuð ferli. Í nýsköpunarstefnunni er lögð áhersla á að í þessum efnum er sígandi lukka oftast best. Eitt af leiðarljósum stefnunnar er: „Ósigrar eru óhjákvæmilegir en uppgjöf er óásættan- leg“ og í þessu felst að leiðin að velgengni í nýsköpun getur verið löng og þyrnum stráð. En þótt árangur af aðgerðum í þágu nýsköpunar kunni að vera lengi á leiðinni þýðir það sannarlega ekki að óhætt sé að fara rólega eða sýna værukærð. Þvert á móti er mikilvægt að setja málefni nýsköpunar mjög framarlega í forgangsröðina.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.