Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 29

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 29
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 27 Skattaívilnanir fyrir erlenda sérfræðinga Ein megináskorun hugverka- og hátækni- fyrirtækja hér á landi er skortur á sérfræði- þekkingu, sökum smæðar. Það þarf því oftar en ekki að leita út fyrir landsteinana að fólki með þekkingu á sérhæfðum sviðum, svo sem í líftækni og hugbúnaðarþróun. Hlutfall útskrifaðra úr svokölluðum STEM- greinum (e. Science, Technology, Engineering, Mathematics) hér á landi er einnig lágt í alþjóðlegum samanburði. Til þess að einfalda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga er mikilvægt að umgjörð og hvatar til þess séu með besta móti og að hindrunum sé rutt úr vegi eins og kostur er. Skattkerfinu má einnig, og ætti, að beita í þessa þágu. Með nýsköpunarlögunum 2016 voru einmitt innleidd ákvæði um heimild til skattfrádráttar frá tekjum erlendra sérfræðinga. Þetta felur í sér að heimilt er að draga 25% frá tekjum, það er að segja að 75% tekna viðkomandi eru tekjuskattskyld. Gildir þetta fyrstu þrjú árin í starfi. Ýmis skilyrði þurfa að vera uppfyllt og þarf vinnuveitandi meðal annars að skila greinargerð um að viðkomandi sérþekking eða reynsla sé ekki fyrr hendi hér á landi eða í litlum mæli. Í nýsköpunarstefnu Samtaka iðnaðarins, sem kom út árið 2019, er lagt til að skilyrðin fyrir skattaívilnun verði einfölduð og skilgreiningu á því hvaða sérfræðingar falla undir skilmálana verði breytt. Til að mynda væri hægt að takmarka skilyrðin við það að fyrirtæki sýndu fram á að ekki væri um undirboð að ræða og að laun væru í samræmi við markaðslaun í greininni. Myndi þetta liðka fyrir þessu úrræði þannig að unnt væri að nýta það í meiri mæli, í þágu þess að laða hingað til lands sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum sem mun hafa afleidd jákvæð áhrif á allt efnahagslífið. Hugverk Alþjóðleg samkeppni um hugvit og þekkingu er hörð. Ef Íslandi á að farnast vel í þeirri samkeppni þarf að huga að samkeppnis- hæfni skattkerfisins. Skattfrádráttur vegna rannsókna og þróunar er lykiltól til að hafa áhrif á umfang nýsköpunar. Jafnframt gæti verið fengur í því að skoða önnur úrræði sem mörg ríki heims beita til að efla nýsköpun og afrakstur hennar. Þar má meðal annars nefna svokallað „Patent box“. Staðreyndin er sú að verndun og skráning hugverka sem skiptir sköpum í alþjóðlegri samkeppni hefur ekki verið ofarlega á baugi hjá íslenskum fyrirtækjum heilt yfir. Öfugt við alþjóðlega þróun fækkaði einkaleyfa- umsóknum íslenskra lögaðila á síðustu 10 árum að meðaltali. Fjölmörg ríki í Evrópu og Asíu hafa á undanförnum áratugum innleitt sérstakar skattaívilnanir til fyrirtækja vegna hagnaðar sem kemur til vegna skráðra hugverka. Hafa þessar ívilnanir verið nefndar „Patent box“. Ýmis skilyrði eru fyrir því að fyrirtæki geti nýtt sér slíka ívilnun, meðal annars að starfsemin skili hagnaði og að rannsóknir og þróun sem leiddu til einkaleyfis hafi átt sér stað hjá fyrirtækinu en sé ekki aðkeypt. Fyrirkomu- lagið gæti hvatt til aukinna fjárfestinga í rannsóknum og þróun hjá íslenskum fyrirtækjum ásamt því að fjölga einkaleyfa- umsóknum, þar sem skýr hvati yrði til að skrá hugverk. Hugverk eru verðmæti framtíðar- innar. Höfundur er sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Heimildir: Worldwide R&D Incentives Reference Guide, 2019, Ernst&Young www.althingi.is www.rannis.is www.wipo.int 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.