Þjóðmál - 01.03.2020, Page 31

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 31
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 29 Vinstriflokkarnir skattpíndu millitekjuhópa Þó ber að lofa það sem vel er gert. Í því samhengi þarf smá upprifjun á þróun síðustu ára. Fram til ársins 2009 var aðeins eitt skatt- þrep á tekjur manna. Tekjuskatturinn var þá um 35,7%, hafði farið lækkandi á árunum á undan. Árið 2009 kynnti ríkisstjórn VG og Samfylkingar til sögunnar þrepaskipt skattkerfi. Fyrsta þrepið, sem áður var eina þrep tekjuskatts, var hækkað lítillega og til viðbótar voru tekin upp tvö þrep hátekjuskatts eins og það var kallað. Það að kalla það hátekjuskatt var þó ekkert annað en pólitísk brella, því allar tekjur á bilinu 230-650 þús. kr.1 féllu í neðra þrep hátekjuskatts og báru rétt rúmlega 40% skatt. Tekjur yfir 650 þús. kr. báru rúmlega 46% skatt í þriðja þrepi, eða efra þrepi hátekjuskatts. Eins og áður hefur verið rifjað upp hér á síðum Þjóðmála voru heildarlaun fullvinnandi einstaklinga árið 2010 að meðaltali um 430 þús. kr. og helmingur launamanna var með laun undir 390 þús. kr. skv. tölum Hagstofunnar. Aðeins um 10% launamanna voru með laun undir 245 þús. kr., þannig að svo gott sem allur vinnumarkaðurinn greiddi skatta í hátekjuþrepi. Vinstriflokkarnir sem þá sátu í ríkisstjórn, Samfylkingin og Vinstri græn, lögðu því „hátekjuskatt“ á einstaklinga með og undir meðallaunum. Það er mikilvægt að muna það vel og lengi. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, sem sat á árunum 2013-16, afnam neðra þrep hátekjuskattsins, en þó ekki fyrr en 2017. Efsta þrepið er enn óbreytt frá 2014 en raunlaun hafa hækkað og krónuviðmið tekna einnig hækkað á tímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar skatta Breytingar á skattkerfinu um síðustu áramót fólu meðal annars í sér að aftur var tekið upp þriggja þrepa skattkerfi. Ólíkt því sem áður var, þá var lögð áhersla á lækkun skatta á lægstu laun – líkt og samið var um við gerð Lífskjarasamninganna á síðasta ári. Fram að áramótum báru öll laun upp að um 927 þús. kr. 36,94% tekjuskatt (22,5% tekjuskatt og 14,44% útsvar). Laun umfram 927 þús. kr. báru 46,24% skatt í tveggja þrepa skattkerfi. Um áramót bættist við nýtt þrep, sem í raun var skilgreint sem lægra 1. þrep og ber 35,04% tekjuskatt. Af einhverjum furðulegum ástæðum var 2. þrepið hækkað lítillega, eða í 37,19%, en þriðja og efsta þrepið er enn 46,24% en leggst nú á laun yfir um 946 þús. kr. Almennt lækka skattgreiðslur einstaklinga á bilinu 5-6.500 kr. á mánuði.2 Sem hlutfall af mánaðartekjum er hlutfallið hæst hjá tekju- lægri hópum (undir 400 þús. kr.), á bilinu 1,7-1,8% af mánaðartekjum. Allir hópar með laun yfir 300 þús. kr. á mánuði hafa því á bilinu 60-78 þús. kr. meira á milli handanna á ári hverju. Einhverjum kann að finnast það lág upphæð en fyrir marga skiptir sú upphæð verulegu máli. Það verður að teljast hæpið að pólitískur vilji sé til þess að lækka efsta þrepið á næstunni. Næsta skref Bjarna Benediktssonar er þó vonandi það að lækka milliþrepið (2. þrep) enn frekar, enda mun það gagnast heimilum landsins hvað best. 1 Að núvirði væru þetta um 306-866 þús. kr.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.