Þjóðmál - 01.03.2020, Side 37
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 35
Markaðshagkerfið býr
til sterkt samfélag
Hér er nokkuð fjallað um inngrip ríkisvaldsins til að halda hagkerfinu gangandi eins
og hægt er á meðan kórónuveiran gengur yfir. Eins og oft er þegar gefur á bátinn er
deilt um þá hugmyndafræði sem til þarf til að koma samfélögum, hvort sem það er hér
Íslandi eða annars staðar, fyrir vind. Margir telja aðgerðir ríkisins nú einhvers konar rétt-
lætingu á sterku ríki og jafnvel sósíalisma. En ætli það sé einhver ástæða til að halda að
hið frjálsa markaðshagkerfi líði undir lok?
„Nei, það er engin ástæða til þess því við erum með þessum aðgerðum að standa
vörð um markaðshagkerfið. Við erum að gera það sem þarf til að fyrirtækin geti komið
standandi úr þessu og haldið áfram rekstri og fólk haldið sinni vinnu, það er verra að
vera atvinnulaus en að lækka í tekjum,“ segir Þórdís Kolbrún aðspurð um þetta.
„Frjálst markaðshagkerfi er ekki að líða undir lok heldur er það forsenda þess að við
náum okkur upp úr þessu. Það skiptir máli að fólk geti stofnað fyrirtæki, fengið hug-
myndir, þroskað hæfileika sína og notið góðs af þeim. Því sterkari sem þessir þættir eru,
þeim mun betur getum við gert það sem þarf að gera til að bæta lífskjör okkar allra.
Þess vegna minni ég á að við erum í þessu saman. Við eigum eftir að fara í gegnum
erfiða tíma, við munum sem samfélag gera einhver mistök og það er ekki sjálfgefið að
samstaðan haldi. Við erum sterkt samfélag vegna þess að hagkerfið er markaðsdrifið og
hefur getað haldið uppi því öfluga velferðarkerfi sem við höfum.“
Þórdís Kolbrún vitnar að fyrra bragði í nýleg orð Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, þar sem hann sagði að faraldurinn hefði sýnt fram á að það væri til samfélag
og mikilvægt væri að huga vel að því.
„Sumir hægrimenn hafa gjarnan vitnað með velþóknun í ummæli Margrétar Thatcher
sem sagði að það væri ekkert til sem héti samfélag, heldur bara hópur einstaklinga,“
segir Þórdís Kolbrún.
„Mér fannst Boris því sýna kjark með því að leggja áherslu á þetta. Auðvitað erum við
samfélag. Við höfum búið til grunnkerfi sem allir hafa aðgang að og Sjálfstæðis flokkurinn
á stóran þátt í því. Stefna okkar slær réttan tón í því að til þess að skapa sterkt samfélag
þarf hver og einn einstaklingur að hafa nægilegt frelsi til þess að gera það sem hann
langar til að gera, svo lengi sem hann skaðar ekki aðra, og njóta góðs af framtakssemi
sinni. Til þess að gera okkar besta í því að Ísland sé raunverulega land tækifæranna,
sem mér finnst Ísland vera margfalt meira en mörg önnur ríki, þurfum við líka að huga
að mannauði í landinu og það gerum við meðal annars með því velferðarkerfi sem við
búum við.“