Þjóðmál - 01.03.2020, Page 42

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 42
40 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Gagnrýni við ríkisstjórnarborðið Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur nú setið við völd í rúm tvö ár. Þar áður var Þórdís Kolbrún ráðherra í ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um stutt skeið og hefur því einungis kynnst því að starfa í ríkisstjórn þriggja flokka. Nú sitja átta flokkar á þingi, fylgistölur fjór- flokksins svokallaða hafa breyst umtalsvert, stjórnarandstaðan er alla jafna sundruð þar sem flokkarnir á vinstri vængnum, Viðreisn, Samfylkingin og Píratar, standa þétt saman en Miðflokkurinn, stærsti flokkur stjórnar- andstöðunnar, almennt frá hinum. Án þess að rekja stjórnarsamstarfið sérstaklega má spyrja almennt um stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Aðspurð segir Þórdís Kolbrún þó að starfsandinn innan ríkisstjórnarinnar sé góður þótt fyrir liggi að hugmyndafræði flokkanna þriggja sé ólík. „Það vilja allir láta þetta ganga og einbeita sér að stjórnarsáttmálanum, sem mikil vinna var lögð í. Það reynir á alls konar mál en það er líka mjög lærdómsríkt,“ segir Þórdís Kolbrún. „Það er líka ágætt að rökræða hlutina og berjast fyrir því sem maður stendur fyrir þegar maður er með gagnrýnisraddirnar beint við ríkisstjórnarborðið. Það eru dæmi um mál sem hafa notið góðs af því, til dæmis þær skattalækkanir sem gerðar voru samhliða Lífskjarasamningnum. Í stað þess að leggja eitthvað fram sem Vinstri græn hefðu án efa gagnrýnt í þinginu var samtalið tekið við ríkisstjórnarborðið og á milli oddvita ríkis- stjórnarinnar og úr varð afurð sem allir gátu verið sáttir við.“ Þórdís Kolbrún segir að ríkisstjórnarsamstarfið nú eigi sér ekki fordæmi, en hún telji þó jafn framt að stjórnmálin yfir höfuð hafi haft gott af því. Þegar hún er beðin um útskýra það nánar segir hún að almenningur beri lítið traust til stjórnmálamanna og stjórnmála yfir höfuð og því sé mikilvægt að sýna fram á að hægt sé að starfa saman að ákveðnum verkefnum þvert á hefðbundnar átakalínur og klára þau verkefni sem fyrir liggi. „Það kemur eitthvað nýtt út úr þessu og allir stjórnmálaflokkar þurfa að endurhugsa fyrir hvað þeir standa og af hverju. Ég held að við núverandi aðstæður sjái allir þann stöðug- leika í stjórnarfari sem þetta stjórnarsamstarf á möguleika að stuðla að,“ segir Þórdís Kolbrún. „Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort Sjálf- stæðisflokkurinn sé að svara kalli tímans nægilega vel. Við getum tekið umræðu um loftslagsmál sem dæmi. Ég kann ekki við að látið sé að því liggja að ég sé eitthvað að gefa eftir eða láta undan vinstrimönnum þegar ég beiti mér fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mér finnst það bara skipta máli að gera það. Umhverfismál varða í grundvallaratriðum eignarrétt og það kemur mér því mjög á óvart þegar mitt fólk lætur eins og svo sé ekki. Sjálfstæðisflokkurinn sem ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum á að hafa skýra sýn í þeim málum. Það þýðir ekki að við séum sammála öllu sem aðrir flokkar hafa borið á borð en við þurfum að taka afstöðu til þess líka út frá okkar hugmyndafræði um að fjöldinn, þ.e. markaðurinn, geti fundið betri lausn við vandanum en örfáir embættis- menn. Það er samkeppni hugmynda í gangi og við getum ekki unnið hana án þess að taka þátt. Við skattleggjum okkur ekki frá losun. Við eigum að vera með jákvæða hvata fyrir fyrirtæki til að huga að þessum málum. Við viljum treysta fyrirtækjum til að fjárfesta í nýsköpun og öðrum verkefnum í þeim tilgangi að minnka losun og þau þurfa þá að sjá ágóðann af því. Það getur verið útflutnings vara og verðmætasköpun fyrir íslensk fyrirtæki að finna upp á lausnum í þessum efnum og það er hið besta mál. Það skiptir því máli hvernig flokkarnir hugsa og hver stefna þeirra er. Við sjáum til dæmis hvað fyrirtæki eins og Marel hafa gert til að draga úr matarsóun. Það sama má reyndar líka segja um kvótakerfið, það stuðlar að mun betri nýtingu þeirra matvæla sem við veiðum úr sjó.“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.