Þjóðmál - 01.03.2020, Side 43
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 41
Stjórnmálin ráðast af hugsjón
Það má þó velta því upp, miðað við þessa
lýsingu, hvort stjórnmálin í dag snúist um
einhvers konar praktísk úrlausnarefni frekar en
pólitíska hugsjón. Er það tilfellið?
„Nei, það finnst mér ekki, praktík getur ekki
orðið til fyrr en menn eru sammála um leiðir,
fram að því er samkeppni um hugmyndirnar,“
svarar Þórdís Kolbrún og er greinilega
ósammála kenningunni.
„Maður finnur fyrir því, sérstaklega í stjórnar-
samstarfi þar sem maður situr með fólki sem
fylgir annarri hugmyndafræði en maður
sjálfur, hvað það skiptir miklu máli að vera
með skýra sýn og taka ákvarðanir sem byggja
á hugmyndafræði. Auðvitað eru sum mál
þannig að þau falla undir það að vera
úrlausnarefni og eru ekki lituð af pólitískri
hugsjón, en þau eru ekki mörg og fá sjaldan
athygli. Þú ert sjálfsagt að vísa til þess að
margir telji sérfræðinga og embættismenn
ráða meiru en stjórnmálamennirnir. Það er
ekki þannig. Aftur á móti vil ég þegar ég
tek ákvarðanir fá þau gögn og upplýsingar
sem ég þarf til að greina, skilja og lesa málið
rétt. Ég vil tala við fólk sem veit meira um
málið en ég, og af því að ég veit fyrir hvað ég
stend get ég mátað mínar ákvarðanir út frá
því og þeim upplýsingum sem ég hef. Það
er nú þannig að sérfræðingar, hvort sem er í
ráðuneytum eða stofnunum, eru einmitt það,
sérfræðingar, og öflugir stjórnmálamenn
vilja öfluga sérfræðinga í kringum sig. Það
er mjög undarleg röksemdafærsla að vera
ósammála ákvörðunum vegna þess að þær
eru teknar á grundvelli bestu upplýsinga
hverju sinni. Það er hlutverk okkar stjórn-
málamanna að taka ákvarðanir, byggðar á
bestu þekkingu og skýrri sýn.“