Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 43

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 43
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 41 Stjórnmálin ráðast af hugsjón Það má þó velta því upp, miðað við þessa lýsingu, hvort stjórnmálin í dag snúist um einhvers konar praktísk úrlausnarefni frekar en pólitíska hugsjón. Er það tilfellið? „Nei, það finnst mér ekki, praktík getur ekki orðið til fyrr en menn eru sammála um leiðir, fram að því er samkeppni um hugmyndirnar,“ svarar Þórdís Kolbrún og er greinilega ósammála kenningunni. „Maður finnur fyrir því, sérstaklega í stjórnar- samstarfi þar sem maður situr með fólki sem fylgir annarri hugmyndafræði en maður sjálfur, hvað það skiptir miklu máli að vera með skýra sýn og taka ákvarðanir sem byggja á hugmyndafræði. Auðvitað eru sum mál þannig að þau falla undir það að vera úrlausnarefni og eru ekki lituð af pólitískri hugsjón, en þau eru ekki mörg og fá sjaldan athygli. Þú ert sjálfsagt að vísa til þess að margir telji sérfræðinga og embættismenn ráða meiru en stjórnmálamennirnir. Það er ekki þannig. Aftur á móti vil ég þegar ég tek ákvarðanir fá þau gögn og upplýsingar sem ég þarf til að greina, skilja og lesa málið rétt. Ég vil tala við fólk sem veit meira um málið en ég, og af því að ég veit fyrir hvað ég stend get ég mátað mínar ákvarðanir út frá því og þeim upplýsingum sem ég hef. Það er nú þannig að sérfræðingar, hvort sem er í ráðuneytum eða stofnunum, eru einmitt það, sérfræðingar, og öflugir stjórnmálamenn vilja öfluga sérfræðinga í kringum sig. Það er mjög undarleg röksemdafærsla að vera ósammála ákvörðunum vegna þess að þær eru teknar á grundvelli bestu upplýsinga hverju sinni. Það er hlutverk okkar stjórn- málamanna að taka ákvarðanir, byggðar á bestu þekkingu og skýrri sýn.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.