Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 48

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 48
46 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Hér á landi hafa kjörnir fulltrúar fagnað ástandinu í efnahagslegu tilliti, til dæmis borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem nýlega fagnaði kólnun hagkerfisins því þannig myndi losun gróðurhúsalofttegunda minnka. Þannig tala aðeins stjórnmálamenn sem búa í hagsældarríkjum. Að hluta til eru þó skýringar á þessum við brögðum. Þær aðgerðir sem vestrænar ríkisstjórnir eru nú að grípa til – í neyðarástandi – eru í mörgum tilvikum aðgerðir sem vinstri- menn dreymir um að framkvæma hvort eð er. Stóraukin ríkisútgjöld, fleiri á framfæri ríkisins, ferðatakmarkanir, takmarkanir á starfi frjálsra félagasamtaka, aukið eftirlit með borgurunum, aukin völd stjórnmála- og embættismanna og þannig mætti áfram telja. Við fáum að öllum líkindum, því miður, að kynnast því kalda hagkerfi sem vinstri- menn boða. Aftur á móti eru hægrimenn að grípa til ráða sem þeir myndu alla jafna ekki gera, t.d. að skuldsetja ríkissjóð og skerða einstaklings- frelsi. *** Flestir eru sammála því að ríkisvaldið, fyrst það er á annað borð til, grípi þá sem á því þurfa að halda, tryggi löggæslu og öryggi borgaranna, starfræki réttarkerfi og tryggi menntun óháð efnahag. Hér á Íslandi höfum við einnig gengið langt í því að tryggja heilbrigðisþjónustu á kostnað ríkisins þó að okkur greini á um það hver sé best til þess fallinn að veita þá þjónustu. Síðan eru ótalin mál á borð við samgöngumál og aðrir mála- flokkar sem fjármagnaðir eru af ríkinu. Allt þetta getum við af því að við lifum í frjálsu markaðshagkerfi. Hér á landi hefur efnahagsstjórn undanfarinna ára verið það góð að ríkið er í tiltölulega góðri stöðu til að takast á við ástandið – en þó ekki betri en svo að einkageirinn má við litlu sem engu svo hann fari ekki á hliðina. Það vill oft gleymast í umræðu um efnahagsmál að efnahagsstjórn snýst ekki bara um afkomu ríkisins heldur líka hvernig einkageiranum reiðir af í því umhverfi sem ríkisvaldið skapar honum. Sjö prósenta tryggingargjald ofan á launa- kostnað fyrirtækja er ekki dæmi um góða hagstjórn, svo dæmi sé tekið, jafnvel þó svo að ríkissjóður græði vel á því. *** Það er eðlilegt að ríkið bregðist við í hörmungar ástandi. Það á við um náttúru- hamfarir á borð við eldgos og snjóflóð, stríðsástand eða aðra ófyrirséða atburði á borð við þá farsótt sem nú geisar. Það er þannig hægt að réttlæta aðgerðir ríkisins ef þær miða að því að verja hið frjálsa markaðshagkerfi. Það er ekki erfitt fyrir hægrimenn, sem hafa fram til þessa þurft að horfa upp á ríkisvaldið taka til sín stórt hlut- fall af tekjum launamanna og fyrirtækja, skila einhverju af því fjármagni til baka til að verja störf, halda lífi í lífvænlegum fyrirtækjum og búa þannig um hnútana að hægt sé að snúa lífinu aftur í eðlilegt ástand. Hin leiðin er að leyfa fyrirtækjum að fara í fjöldagjaldþrot, sem mun einnig hafa hörmulegar afleiðingar fyrir ríkissjóð. Það gæti jafnvel farið svo illa að fækka þurfi ríkisstarfsmönnum. Að öllu gamni slepptu myndi Hjáseta ríkisins myndi kosta samfélagið gífurlegar fjárhæðir að viðbættum þeim félagslegu afleiðingum sem það kann að valda. Ef ríkið ætlar að veita samtryggingu þarf hún líka að gilda fyrir atvinnulífið í víðu samhengi. *** En hvernig ætlum við að græða sviðna jörð? Í seinni heimsstyrjöldinni varð breska ríkis- valdið, af illri nauðsyn, stærra en góðu hófi gegnir. Margir vinstrisinnaðir fræðimenn færðu rök fyrir því að fyrst miðstýrt ríkisvald virkaði í stríði hlyti það að virka einnig á friðartímum. Það var kveikjan að því að Friedrich Hayek skrifaði bók sína Leiðin til ánauðar (The Road to Serfdom) árið 1944. Bretar héldu þó vegferð sinni um miðstýringu áfram, á meðan ríki á borð við Bandaríkin og Þýskaland leyfðu einkaframtakinu að byggja upp hagkerfi sín með tilheyrandi hagsæld íbúa ríkjanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.