Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 49

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 49
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 47 Það var ekki fyrr en um 40 árum síðar sem Bretar, þá undir forystu Margaret Thatcher, gáfu einkaframtakinu tækifæri. Sagan kennir okkur að einka framtakið er það sem drífur hagkerfin áfram. Þetta er rifjað upp hér til að minna á að það er hægt að fara ýmsar leiðir. Það er alveg ljóst að allt verður breytt. Við vitum ekki hvort og þá hversu mikið ríkinu tekst að takmarka tjónið sem verður en við vitum að ríkið mun ekki eitt og sér byggja hagkerfið upp á ný. Ríkisreknir spítalar víða um heim voru ekki betur í stakk búnir til að takast á við farsóttina en einkareknir spítalar. Í þeim tilvikum þar sem ríkið rekur spítala (illa reknir ríkisspítalar eru ekki séríslenskt fyrirbæri) er það ríkið sem ákveður fjölda starfsmanna, fjölda sjúkrarúma og innkaup á tækjum, vörum og búnaði. Hafi menn þá skoðun að ríkið skuli eitt veita heilbrigðis- þjónustu, svo dæmi sé tekið, er það nú samt þannig að spítalar, sjúkrarúm, grímur, sloppar, hnífar, öndunarvélar, lyf og svo fram- vegis eru framleidd af einkaaðilum. Við fengum að kynnast því um miðjan mars að sjá tómar búðarhillur, ekki bara hér á landi heldur líka í Ameríku og Evrópu, þegar fólk fór að hamstra mat og aðrar nauðsynjavörur vitandi að það yrði meira heima á næstu vikum. Hinn frjálsi markaður gerði þó það sem sósíalisminn gerir ekki, fyllti hillurnar aftur daginn eftir. *** Niðurstaðan er sú að ríki með markaðshag- kerfi eru betur í stakk búin til að takast á við farsóttir eða aðrar hamfarir en miðstýrð ríki. Fjölnir vill ekki hugsa þá hugsun til enda hvernig farsótt á borð við Covid-19 mun leggjast á ríki á borð við Venesúela. Því sterkari sem einkageirinn verður að þessu ástandi loknu, þeim mun betra. Jafnvel þó svo að ríkið, af illri nauðsyn, verji vígið á meðan það versta gengur yfir. *** Einkaframtakið mun keyra hagkerfið af stað á ný fái það til þess tækifæri. Þannig munu útflutningsgreinarnar sem fjallað var um hér í upphafi skapa aukin verðmæti – með tilheyrandi hagsæld. Fiskurinn í sjónum verður áfram til staðar. Sjávarútvegsfyrirtækin munu því áfram búa til auð úr þeirri lind sem hafið er, með jákvæðum áhrifum á þjóðarbúið, nýjum störfum í tengdum greinum, framþróun á afleiddri starfsemi, nýsköpun og þannig má áfram telja. Fossarnir og jarðhitinn eru áfram til staðar og beislun orkunnar mun nýtast þjóðinni hvort sem hún er nýtt í álframleiðslu eða annan orkufrekan iðnað eða seld til útlanda um sæstreng. Fjöllin, firðirnir og jöklarnir verða líka til staðar og munu áfram gera Ísland að eftirsóttum áfangastað fyrir ferðamenn – með tilheyrandi sköpun starfa og verðmæta. Hlutverk stjórnmálamanna að þessu loknu er að tryggja að einkaframtakið fái að njóta sín. Tryggja það að skattheimtu sé stillt í hóf, að eftirlitsiðnaðurinn verði ekki of íþyngjandi, að lög og reglugerðir taki mið af sjónarhorni atvinnulífsins en ekki embættismanna og þannig mætti áfram telja. Það munu koma önnur áföll í framtíðinni, misstór og misalvarleg. Þá er ágætt að beita þeim hagstjórnartækjum sem hægt er til að tryggja öflugt atvinnulíf, ekki bara öflugan ríkissjóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.