Þjóðmál - 01.03.2020, Page 52

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 52
50 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Arnar Þór Jónsson Lýðræðisleg stjórnskipun setur embættisvaldinu skorður Lýðræðið byggir á skýrri hugmynd sem allir geta skilið. Samkvæmt henni er valdið í höndum kjósenda.1 Grunnhugmyndin er því sú að borgararnir sjálfir taki þátt í stjórn landsins og stýri því annað hvort sjálfir (með beinu lýðræði) eða með því að kjósa fulltrúa sem fara tímabundið með þetta vald (fulltrúa - lýðræði).2 Lýðræði merkir þannig í reynd „stjórn fólksins“, svo sem blasir við í hinni alþjóðlegu mynd orðsins, sem er af grískum stofni, þar sem demos vísar til fólksins en kratos til valds eða stjórnar. Í þessu felst líka mjög mikilvægur öryggisþáttur, þ.e. að almenningur geti, á friðsamlegan hátt, skipt um valdhafa með því að endurúthluta valdinu í lok hvers kjörtímabils. Annar hornsteinn íslenskrar stjórnskipunar og augljóslega nátengdur lýðræðinu er fullveldi þjóðarinnar og réttur hennar til sjálfsákvörðunar.3 Þjóðin (demos) er samkvæmt þessu eining, sem hefur sameiginlega hagsmuni og sameiginlega framtíð, en ekki bara samansafn af einangruðum einstaklingum, hagsmunahópum, sértrúarsöfnuðum o.s.frv.4 Lýðræði og fullveldi þjóðar miða að því að gefa þjóðinni kleift að finna leiðir til að búa saman, verja rétt sinn og starfrækja stjórn- kerfi sem þjónar hagsmunum kjósenda. Eða dreymir annars nokkurn mann um fyrirkomu- lag þar sem eina hlutverk kjósenda er að þjóna stjórnkerfinu? Lögfræði Fari svo að yfirréttur Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti niðurstöðu undirréttar í Landsréttarmálinu svokallaða, má segja að runnið sé upp skeið nýrrar tegundar stjórnarfars, þar sem stjórn yfirþjóðlegra stofnana hefur leyst grundvallar- stofnanir íslenska lýðveldisins af hólmi. (Mynd: VB/BIG)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.