Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 55

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 55
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 53 Lýðræðið setur dómstólunum skorður Í stjórnskipulegu tilliti er Alþingi í yfirburða- stöðu gagnvart handhöfum dóms- og framkvæmdarvalds. Stjórnskipun Íslands reisir því háar skorður gegn því að dómstólar eða embættismenn seilist inn á svið Alþingis með viðleitni í þá átt að marka stjórnarstefnu eða taka stjórn ríkisins í sínar hendur. Aukin áhersla á meginreglur réttarríkisins hefur óhjákvæmilega gert að verkum að dómstólar gegna nú stærra hlutverki við mótun réttarins en áður.14 Megindrættir stjórnskipunar okkar um verksvið og valdmörk handhafa ríkisvalds standa þó enn óhaggaðir og má í því sam- hengi árétta að öfugt við margar nágranna- þjóðir okkar hafa íslenskir kjósendur aldrei formlega samþykkt fullveldisskerðingu sam- hliða þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Í hinu lýðræðislega samhengi má ekki gera lítið úr þessu atriði og frammi fyrir áhrifum erlends réttar á íslenskan rétt og réttarframkvæmd getur engin bannhelgi hvílt yfir því að rætt sé með opinskáum hætti um þann þrýsting sem íslensk lagasetning og lagaframkvæmd sætir nú erlendis frá á fyrrgreindum grunni.15 Dómarar njóta málfrelsis á almennum vett- vangi eins og aðrir borgarar, en undirritaður sætti þó umtalsverðri gagnrýni fyrir tjáningu sína um innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslenskan rétt.16 Í því samhengi skal áréttað að tjáning undirritaðs var sett fram á almennu samhengi sem persónubundið innlegg í málefnalega umræðu um fullveldi Íslands og stjórnskipulegt hlutverk Alþingis.17 Þetta er nefnt hér til að undirstrika að mikilvægur greinarmunur er á frjálsri tjáningu dómara sem einstaklinga annars vegar og hins vegar því að dómarar noti dómsvald sitt í því skyni að svipta lögmæta handhafa ríkisvalds stöðu og áhrifum en setji dómstólinn í þeirra stað sem leiðandi og stefnumarkandi í pólitískum efnum. Verður nú nánar að þessu vikið út frá umhugsunarverðu verklagi undirréttar Mann réttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, en þegar þetta er ritað hefur málið verið flutt að nýju og dómtekið hjá yfirrétti MDE. Af nálægðarreglu íslensks (og evrópsks) réttar leiðir að jafnvel þótt yfirréttur MDE telji sýnt að dómsmálaráðherra hafi brotið lög í að draganda umræddrar skipunar jafngildir það ekki sjálfkrafa því að embættisskipunin sem slík hafi verið ógild, enda hefur það löngum verið viðurkennd meginregla íslensks réttar að ólögmæti leiði ekki sjálfkrafa til ógildis, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að annmarkar á máls- meðferð dómsmálaráðherra í aðdraganda skipunar dómara við Landsrétt gætu í heildar samhenginu ekki valdið því að skipunin teldist fara í bága við lög, þannig að Guðmundur Ástráðsson teldist ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli, sbr. ákvæði 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 1. málslið 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur taldi að ótímabundin skipun allra dómaranna fimmtán við Landsrétt hefði orðið að veruleika við undirritun skipunar- bréfa þeirra 8. júní 2017. Þau hefðu öll fullnægt skilyrðum 2. mgr. 21. gr. laga nr. 50/2016 til að hljóta skipun í embætti og hefðu frá þeim tíma notið þeirrar stöðu sam- kvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar að þeim yrði ekki vikið úr embætti nema með dómi. Frá því skipun þeirra hefði tekið gildi hefðu þau samkvæmt sama ákvæði stjórnarskrárinnar, sbr. og 1 mgr. 43. gr. laga nr. 50/2016, jafnframt borið þá höfuðskyldu að fara í embætti sverkum sínum einungis eftir lögum. Þeim hefði einnig verið áskilið með síðast- nefndu lagaákvæði sjálfstæði í dómstörfum en jafnframt lagt þar á herðar að leysa þau á eigin ábyrgð og lúta í þeim efnum aldrei boðvaldi annarra. Að þessu virtu taldi Hæstiréttur að ekki væri næg ástæða til að draga á réttmætan hátt í efa að Guðmundur hefði fengið notið í Landsrétti réttlátrar meðferðar máls síns fyrir óháðum og óhlut- drægum dómendum. Kröfum Guðmundar um ómerkingu dóms Landréttar og varakröfu hans um sýknu var því hafnað og staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Landsréttar um sak- fellingu Guðmundar og ákvörðun refsingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.