Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.03.2020, Blaðsíða 60
58 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Nigel Short minnti mig á það síðar að ég hefði við kvöldverðarborðið sama kvöldið barið í borðið og sagt: „Mótið verður haldið hvað sem tautar og raular.“ Aðeins sex dögum síðar, þann 5. mars, afréð stjórn Skáksambands Íslands að aflýsa mótinu. Þrátt fyrir að samkomubann væri ekki skollið á var stjórnarmönnum Skáksambandsins þegar ljóst að mikil hætta væri á að falla yrði frá mótinu síðar eða þá að mótið yrði haldið við afar sérstakar aðstæður sem væru ekki samboðnar fjölþjóðlegum keppendum á hinu virðulega Reykjavíkurskákmóti. Betra væri að aflýsa mótinu strax til að draga úr fjárhagstjóni og óþægindum sem flestra. Sem reyndist kórrétt ákvörðun. Þetta er í fyrsta skipti síðan fyrsta Reykjavíkur- skákmótið fór fram árið 1964 að mótið er ekki haldið með reglulegum hætti. Mótin fóru fram á tveggja ára fresti fram til ársins 2008 en hafa verið haldin árlega síðan þá. Skáksambandið var fyrsti vestræni móts- haldarinn sem tók ákvörðun um frestun/ aflýsingu jafnstórs viðburðar. Jafnframt var Íslandsmóti skákfélaga, sem átti að fara fram í mars, frestað. Síðar var svo Íslandsmóti grunn- og barnaskólasveita frestað og svo sjálfu Íslandsmótinu í skák sem átti að fara fram í mars-apríl í Garðabæ þar sem sex stórmeistarar voru skráðir til leiks. Skáksambandsins bíður það verkefni að leysa úr því hvernig þetta mótahald fer fram þegar aðstæður leyfa. Alþjóðlegt mótahald í uppnámi Degi eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað gaf FIDE það út að Ólympíuskák- mótinu, sem átti að fara fram í ágúst 2020 í Moskvu, hefði verið frestað um eitt ár. Annað alþjóðlegt mótahald er í upplausn og óljóst hvort hin ýmsu heimsmeistara- og Evrópumót fara fram í ár. Sókn er besta vörnin Íslensk skákhreyfing ákvað að blása til stórsóknar. Skákskóli Íslands, undir forystu Helga Ólafssonar stórmeistara, flutti sig alfarið á netið. Og þessi nýja tilhögun hefur gengið vel þótt örugglega verði snúið aftur í raunheima, a.m.k. að hluta til, þegar tækifæri býðst. Sömu sögu má segja af skákþjálfun skákfélaga. Skákhreyfingin heldur regluleg skákmót á Chess.com. Þar eru haldin mót á öllum virkum dögum, þar sem dagskrá félaganna er að einhverju leyti spegluð. KR-mót á mánudögum og atskákmót Taflfélags Reykja- víkur á þriðjudögum, svo að dæmi séu nefnd. Skólaskákmót Íslands, sem haldin höfðu verið mánaðarlega, eru nú haldin vikulega. Staðið hefur verið fyrir sérstökum viðburðum fyrir grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu og í undirbúningi er að halda kjördæmismótin á netinu. Í ljós kemur í fyllingu tímans hvort sjálft Landsmótið í skólaskák fer fram í raun- eða netheimum. Nepo og Grischuk heilsast í upphafi skákar á áskorenda- mótinu í Katrínarborg í Rússland. (Mynd: Lennart Ootes/FIDE)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.