Þjóðmál - 01.03.2020, Side 62

Þjóðmál - 01.03.2020, Side 62
60 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Yfir 1.000 manns á opnunarhátíð Samkomubann var sett í Rússlandi 15. mars þar sem miðað var við 50 manna hámarks- fjölda. Á setningarathöfn mótsins voru hins vegar yfir 1.000 manns og þar var tekin mynd sem fór víða og þótti mörgum benda til þess að móts haldarar tækju ástandið ekki nógu alvarlega. Mótið hófst svo 16. mars. Það var þá nánast eini íþróttaviðburðurinn í gangi og fékk því meiri athygli en ella. Ekki truflaði veiran keppendur á beinan hátt á mótsstað en hún hafði samt sem áður mikil áhrif á mótshaldið. Kínverjinn Wang Hao lýsti þeirri skoðun að hann teldi að rétt hefði verið að fresta mótinu. Alexander Grischuk lýsti yfir svipuðu og sagði skákmönnunum líða illa við að tefla við þessar aðstæður. Fabiano Caruana, næst- stigahæsti skákmaður heims og stigahæsti keppandi mótsins, talaði um að hann væri ekki öruggur að komast aftur til Bandaríkjanna vegna takmarkana á flugi þangað. Ian Nepomniachtchi (Nepo) varð veikur fyrir sjöttu umferðina og fékk þurran hósta. Hann var prófaður tvívegis og reyndist vera með venjulegt kvef. Það breytti því ekki að hann vann Ding Liren og hafði vinningsforskot eftir umferðina. Ding Liren var hins vegar heillum horfinn og ljóst að tveggja vikna einangrun hafði haft áhrif á form hans. Ding tefldi nýlega 100 skákir í röð án taps en hafði tapað þremur skákum á mótinu. Nepo sjálfur gerði athugasemdir við mótshaldið og sagði aðstæður fjandsamlegar þrátt fyrir að vera efstur. Nepo mætti svo varamanninum franska Maxime Vachier-Lagrave í sjöundu umferð og tefldi franska vörn. Afbrigðið sem hann tefldi hefur meira að segja númerið C19. Ekki vænlegt til árangurs enda sá Rússinn ekki til sólar og tapaði sannfærandi. Þegar mótið var hálfnað voru Vachier- Lagrave og Nepo efstir með 4½ vinning. Höfðu vinningsforskot á næstu keppendur. Staða Frakkans er sterkari, þar sem innbyrðis- úrslit eru fyrstu oddastig fái keppendur jafnmarga vinninga. Mótið skyndilega stöðvað Anish Giri lýsir því svo að hann hafi verið að undirbúa sig á hótelherbergi sínu um kl. 12 þann 26. mars, þar sem hann átti að mæta Nepo í áttundu umferð kl. 16. Þá hringir síminn. Stúlka úr mótsnefndin segir honum að mótið hafi verið stöðvað, þar sem Rússar Yfir 1.000 manns mættu á setningarathöfn áskorendamótsins í Katrínarborg í Rússlandi. (Mynd: Lennart Ootes/FIDE)

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.