Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 64

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 64
62 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Magnús Örn Gunnarsson Framtíð á hraðferð Áhrif COVID-19 á þróun vinnumarkaðarins Nú þegar vinnumarkaðurinn er að aðlagast nýjum kringumstæðum vegna COVID-19 er vert að íhuga ýmislegt sem þessari krísu fylgir. Þá vil ég fjalla einna helst um skiptingu frá hefðbundnum skrifstofustörfum yfir í fjarvinnu. Þegar fólki er ráðlagt að halda sig sem mest heima til að draga úr og hægja á smitum reynist þessi breyting mörgum einstaklingum og fyrirtækjum erfið. Ég starfa fyrir alþjóðlegu stjórnmála- hreyfinguna Students for Liberty, sem stofnuð var árið 2011. Það sem er sérstakt við þennan vinnustað, sem samanstendur af rúmlega 100 manns, er að það er engin skrif- stofa. Árið 2015 var ákveðið að loka skrifstofu samtakanna í Arlington í Virginíu og nota fjármagnið sem ráðstafað hafði verið í leigu frekar til þess að ráða fleira starfsfólk. Frá því að ég hóf störf samtökunum hef ég unnið við fartölvuna og þurft að aðlagast því sem margir á vinnumarkaði eru að takast á við um þessar mundir. Kostir fyrir fyrirtæki Það má ef til vill segja að þessi krísa sé að flýta fyrir eðlilegri þróun vinnumarkaðarins, sem hefur verið að færa sig nær og nær fjarvinnu á undanförnum árum. Ljóst er að töluverður samdráttur verður hjá fyrirtækjum og að störfum mun fækka vegna þessa ástands. Þó má gera ráð fyrir því að margar af þeim breytingum sem við erum að sjá núna séu varanlegar, þá sérstaklega traust atvinnu- markaðsins gagnvart fjarvinnu. Mig langar að nefna nokkur atriði sem ég tel vera af hinu góða við þessar breytingar. - Ferðakostnaður mun lækka. Stjórnendur fyrirtækja hafa áttað sig á því að hægt er að halda færri fundi þar sem einstaklingar þurfa að hittast í persónu. Ferða kostnaður verður tekinn fyrir og gagn- rýndur meira en nokkurn tímann áður. Heimurinn hefur einfaldast með net- væðingunni og nú geta hinir flóknustu fundir farið fram á netinu. Þar með sparast fúlgur fjár í óþarfa ferðakostnað og sú þróun er líklegri til að skila fyrirtækjum hagnaði. - Fasteignakostnaður mun lækka. Það verður erfiðara að réttlæta háan fasta- kostnað við rekstur á atvinnuhúsnæði þegar fyrirtæki geta verið með stóran hluta starfs- manna sinna í fjarvinnu. - Fyrirtæki verða ekki háð staðsetningu. Einstaklingar geta búið hvar sem þeim hentar og ekki látið takmarkað atvinnuframboð hafa áhrif á val staðsetningar. Þetta mun gjörbylta atvinnumarkaðnum og leysa hann úr þeim fjötrum sem hann er í. Tækni og framþróun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.