Þjóðmál - 01.03.2020, Side 69
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 67
Gústa guðsmann, Óskar Halldórsson
útgerðarmann og marga fleiri.
Siglufjörður – Saga bæjar hvort í senn
upplýsandi og skemmtileg þáttaröð. Það
má telja til þrjú atriði sem gera þættina svo
vandaða sem þeir eru.
Í fyrsta lagi er handritið að þáttunum gott
– sem gerir frásögnina góða. Egill er góður
sögumaður, hann kann að draga fram allt
í senn áhugaverða, skondna og mikilvæga
þætti í bland við alvarleikann sem fylgir
lífsbaráttunni á svo afskekktum stað.
Uppbygging þáttanna er vel skipulögð, sögu -
línan er skýr og skilmerkileg og mörgum
ólíkum þáttum mannlífsins og sögunnar gerð
góð skil.
Í öðru lagi er mikið til af myndefni, bæði ljós-
myndum og myndböndum, sem augljóslega
nýttist vel við gerð þáttanna og er mikið
notað. Myndefnið gerir mikið fyrir þátta-
röðina og færir sögunni mikið líf.
Í þriðja lagi eru það frásagnir þeirra sem
þekkja sögu bæjarins. Innlegg viðmælenda,
sem flestir upplifðu þann tíma sem helst er
fjallað um eða hafa sterka tengingu við hann,
eru fróðleg og bæta enn í við góða frásögn
Egils og fyrrnefndar myndir.
Að öðrum ólöstuðum má sérstaklega minnast
á frásagnir Anitu Elefsen safnstjóra, Gunnars
Rafns Sigurbjörnssonar, fv. skólastjóra og
bæjarstjórnarmanns, Jónasar Ragnarssonar,
fv. ritstjóra, Örlygs Kristfinnssonar myndlistar-
manns og Öldu Möller matvælafræðings.
Dagskrárgerð er í höndum Egils, Jóns Víðis
Haukssonar og Ragnheiðar Thorsteinsson.
Þau hafa einnig gert þáttaraðirnar Vestur-
farar og Kaupmannahöfn – höfuðborg
Íslands, sem báðar voru áhugaverðar og
vandaðar, og kunna augljóslega vel til verka.
Miðað við þessar þrjár þáttaraðir hafa þau
vonandi áætlanir um önnur sambærileg
verkefni. Þetta góða efni réttlætir næstum því
útvarpsgjaldið.
Þáttaröðin er aðgengileg á vef RÚV. Eftir að
hafa horft á þættina má ætla að dagsferðir
mínar til Siglufjarðar verði fleiri.
Höfundur er ritstjóri Þjóðmála.
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, fv. skólastjóri og bæjarstjórnarmaður, Örlygur Kristfinnsson myndlistarmaður, Anita Elefsen
safnstjóri og Alda Möller matvælafræðingur eru meðal fjölmargra viðmælenda þáttaraðarinnar og gefa með frásögnum
sínum góða sýn inn í líf Siglfirðinga.