Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 79

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 79
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 77 Bylting Rawls Þankagangur lærdómsmanna sem fjölluðu um siðferði og réttlæti tók stakkaskiptum eftir að bók Rawls kom út. Í kjölfarið breyttust viðhorfin hjá stórum hluta almennings. Vissulega urðu þessar breytingar af fleiri ástæðum en þeirri einni að menn kynntust hugsun Rawls. Til dæmis skýrast þær um sumt af því að vinstrimenn gátu ekki len- gur litið á Sovétríkin sem fyrirmynd. Einn mikilvægasti vendipunkturinn var samt bók Rawls. Þegar hún kom út hafði ekkert rit af því tagi hlotið ámóta viðtökur. Eins og Forrester rekur í þriðja kafla birtust innan skamms umsagnir um bókina í sérfræðití- maritum um heimspeki, stjórnmálafræði, lögfræði, hagfræði, félags-fræði, sálfræði, menntun, félagsráðgjöf, afbrotafræði og heil- brigðismál sem og í margs konar fjölmiðlum og New York Times útnefndi hana bók ársins. Bók Rawls (1971) er um 600 blaðsíðna rök semdafærsla fyrir einu svari við spurning- unni um hvernig stjórnskipan og samfélags- hættir þurfi að vera til að samfélagið sé réttlátt. Hann kemur til móts við aldaranda sem greindi milli staðreynda og gilda með því að gefa sér aðeins forsendur um hagsmuni sem allir menn hljóti að hafa óháð gildismati, lundarfari og smekk. Hann reyndi að leiða reglur réttlætisins af sannindum sem hafa næstum því ekkert siðferðilegt innihald. Þótt bók Rawls sé löng og rök hans flókin á köflum er meginhugmynd hans samt bæði einföld og sennileg. Hún er raunar keimlík hugmynd sem kemur fyrir í Laxdæla sögu þar sem Breiðfirðingi einum er lýst sem ranglátum því hann vildi „bæði kjósa og deila“ þegar aflahlut var skipt milli tveggja fiskimanna. Af sögunni má ráða að það hafi verið réttlætismál að sá sem deildi aflanum yrði ekki fyrri til að kjósa sér hlut heldur yrði að skipta fiskunum án þess að vita hvorn hlutinn hann sjálfur fengi. Samkvæmt Rawls er samfélagsskipan réttlát ef menn hljóta að samþykkja hana þótt þeir viti ekki sitt eigið hlutskipti: Hvort fjölskylda þeirra er rík eða fátæk, hvort þeir eru karlar eða konur, með John Rawls (1921–2002) var heimspekiprófessor í Harvard- háskóla og höfundur bókarinnar Kenning um réttlæti (A Theory of Justice). (Ljósm. Frederic Reglain/Gamma-Rapho via Getty Images.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.