Þjóðmál - 01.03.2020, Page 80

Þjóðmál - 01.03.2020, Page 80
78 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 mikla eða litla hæfileika, hraustir eða heilsu- lausir og þar fram eftir götunum. Rawls lýsti þessu ímyndaða samkomulagi svo að það færi fram undir fávísisfeldi (e. veil of igno- rance). Þar vissu viðsemjendur öll almenn sannindi um mannlífið en væru fávísir um eigin þjóðfélagsstöðu, gildismat, innræti, smekk og áhugamál. Rökfærsla Rawls er tilraun til að sýna fram á að skynsamir og hagsýnir viðsemjendur myndu allir samþykkja tvær meginreglur ef þeir semdu undir fávísisfeldi. Fyrri reglan kveður á um að hver einstaklingur hafi svo mikið frelsi sem vera má við skipan sem tryggir öllum öðrum sama frelsi. Seinni reglan segir að félagslegur og efnalegur ójöfnuður sé þá aðeins réttmætur að hann sé þeim verst settu til hagsbóta og hann veiti engum forrétt-indi sem öðrum er óheimilt að ávinna sér. Fyrri reglan hefur, segir Rawls, forgang ef þær stangast á. Skrif Rawls um að ójöfnuður sé réttmætur ef hann bætir stöðu þeirra verst settu fela meðal annars í sér hugsun í þá veru að samkeppni, þar sem hæfileikar njóta sín, geti leitt til þess að kjör allra batni þótt hún leiði jafnframt til þess að bilið milli ríkra og fátækra breikki. Öll rökfærsla Rawls gerir ráð fyrir að þótt það sé, eins og Tómas Guðmundsson sagði, „misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir“ þá þurfi þeir allir frelsi og skapleg kjör til að geta, hver og einn, lifað góðu lífi í samræmi við sitt eigið gildismat. Það er líka undirliggjandi að réttlæti sé ekkert nema samkomulag um gagnkvæma hagsmuni. Það er eins og hver maður segi við alla hina: Þegar við komum undan fávísisfeldinum neyti ég ekki aflsmunar til að fá meira þótt ég geti það að því tilskildu að þið gerið það ekki heldur. Og það er sem þeir segi þetta af þeirri ástæðu einni að enginn veit hvort aflsmunur verður honum í hag eða óhag. Það er sem sagt ekki gefið að viðsemjendur láti sér annt um annað en eigin kjör og ef til vill sinna nánustu. Samninga- gerðin getur ekki stjórnast af því að þá hungri og þyrsti eftir réttlætinu. Ef hún gerði það hefði Rawls gefið sér forsendur með siðferðilegt innihald. Eins og áður sagði vildi hann sneiða hjá því. Rawls neitaði þó ekki að á smærri vettvangi, eins og innan fjölskyldu, hugsuðu flestir um hag annarra ekki síður en sinn eigin en slíkur vettvangur var að hans mati ekki viðfangs- efni stjórnmálaheimspeki. Hún skyldi fjalla um skipulag heils ríkis og líta á borgarana sem viðsemjendur fremur en vini.1 Sagan sem Forrester segir Í Inngangi bókar sinnar segir Forrester stutt lega frá því hvernig Rawls mótaði hugtökin sem hafa verið notuð í rökræðum um stjórnmála- heimspeki frá því á áttunda áratug síðustu aldar og hvernig frjálslynd jafnaðarstefna (e. liberal egalitarianism) mótaðist af þessari rökræðu. Fyrsti kaflinn fjallar svo um hvernig hugmyndir Rawls þróuðust á um 20 ára tíma- bili áður en bók hans kom út. Annar og þriðji kafli tengja rökræður heim- spekinga sem voru undir áhrifum frá Rawls við samfélagsumræðu um herskyldu og þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu í Víetnam, stúdentauppreisnir og blómabörn. Fjórði kaflinn er um hvernig stjórnspeki Rawls varð hluti af þankagangi vinstrimanna (e. liberals) í Bandaríkjunum og víðar. Fimmti kaflinn fjallar um tilraunir til að beita hugtökum á borð við þau sem Rawls mótaði í hnattrænu samhengi og skilja hvers lags réttlæti skuli gilda í samskiptum ríkja. Sjötti kaflinn segir frá rökræðum heimspekinga um rétt þeirra óbornu og framtíðina. Sá sjöundi rekur hvernig stjórnmálaviðhorf bæði til vinstri og hægri breyttust undir lok áttunda áratugarins meðal annars vegna samræðna sem spunnust af bók Rawls. Áttundi og síðasti kaflinn fjallar svo um andóf gegn þankagangi Rawls og fylgismanna hans og þar er fjallað um margs konar efasemdir um frjálslyndi og einstaklings hyggju. 1. Þessi stutta endursögn á kenningum Rawls styðst að nokkru við skrif Bernards Williams (1982, bls. 94–100; 2015, bls. 82–85) auk rita Rawls (1971) og Forrester (2019).

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.