Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 87

Þjóðmál - 01.03.2020, Síða 87
ÞJÓÐMÁL Vor 2020 85 Hugmyndafræði byltingarinnar nærðist af póstmódernískri heimspeki, sem átti sér uppruna í fyrirlestrum Kojèves um Hegel í París, þaðan sem hún barst eins og eldur í sinu um öll Vesturlönd. Í henni blandaðist þýsk heimspekihefð sálgreiningartækni Freuds og Jungs í endalausum og lítt skiljanlegum bollaleggingum um „sjálfsverur“, „hlutverur“, „firringu“ og „neind“. Líkt og Roquentin, hetjunni í skáldsögu Sartres, Ógleðinni, var hún róttæklingum hvatning til að losa sig út úr „firringu“ neyslusamfélagsins og tileinka sig leitinni að hinu „raunverulega sjálfi“. Það mætti finna í verðugu málefni, sem virtist auðfundið í sannfæringu stúdentabyltingar- innar um að borgaraleg menning Vesturlanda einkenndist af djúpstæðu óréttlæti. Eina lausnin væri stéttabarátta og bylting, enda sannfæring póstmódernismans – líkt og Marxismans – að öll gildi og menning væru bara birtingarmynd ríkjandi hagsmuna. Róttæklingar sáu réttindabaráttu blökku manna í gegnum linsu þessarar hugmyndafræði og litu á hana sem bandamann í baráttunni fyrir nýju samfélagi. Hún var þó sumpart af nokkuð öðrum meiði, því þrátt fyrir að hafa innan sinna raða minnihluta róttæklinga, eins og Angelu Davis og Malcolm X, miðaði hún fyrst og fremst að fullri þátttöku blökkumanna í hinu borgaralega samfélagi, ekki umbyltingu þess og niðurrifi eins og stúdentabyltingin virtist gera. Talsmenn hennar, ekki síst Martin Luther King, urðu þó róttækari eftir því sem leið á sjöunda áratuginn og tíðarandinn gaf tilefni til. Þessar tvær hreyfingar mynduðu því eins konar bandalag í krafti andstöðu beggja við ríkjandi ástand. Lykillinn að því að skilja áhrif stúdenta- byltingarinnar á samfélagið liggur í samspili tveggja af meginstefjum hennar. Annað var hugmyndin um einhvers konar „algjöra frelsun“ í formi óskoraðs sjálfsforræðis einstaklingsins. Þessa afstaða byggðist á frekar róttækri hugmynd um frelsi – „jákvæðu“ frelsi – í ætt við það sem Kant hafði þróað í verkinu Grundvelli að frumspeki siðferðisins. „Jákvætt“ frelsi þýddi í stuttu máli algjört sjálfsforræði einstaklingsins og óskorað frelsi hans til að velja sjálfur, umfram allt eigin tilgang. Til samanburðar fólst algengari skilgreiningin á frelsi, „neikvæðu“ frelsi, fyrst og fremst í frelsi frá eigin löngunum og hvötum annarra. Þessi óvenju víði skilningur á hvað fælist í frelsi lá meðal annars að baki andstöðunni gegn hvers kyns valdboði og stigveldi, ekki síst því sem fælist í meintri hulinni „menningarlegri skilyrðingu“ samfélags borgarastéttarinnar og gildum hennar. Hitt meginstefið var róttæk höfnun á borgara legri menningu Vesturlanda, bæði frá sjónarhóli hefðbundinnar marxískrar stétta- baráttu og á þeirri forsendu að hún hefði öldum saman undirokað varnarlausar þjóðir þriðja heimsins. Skrif geðlæknis frá Karíbahafs eyjunni Martinique að nafni Frantz Fanon höfðu hér mikil áhrif. Í verkunum Svört andlit, hvítar grímur og Hinir fordæmdu, sem komu út á árunum 1952 og 1961, lýsti Fanon þannig því mannskemmandi óréttlæti sem fælist í hinum tvískipta heimi nýlendu- samfélagsins. Lausnin væri að umbylta þjóðskipu lagi þess með valdi og reka Evrópubúa á brott. Fanon hafði vissulega eitt og annað til síns máls en róttæklingarnir í Berkeley og Latínuhverfinu gengu samt of langt í þeim ályktunum sem þeir drógu af skrifum hans. Þeir sáu í hinum innfæddu íbúum nýlendanna hinn friðsama og göfuga villimann Rousseaus og í nýlendustefnunni, sem Víetnamstríðið væri aðeins nýjasta dæmið um, sönnun þess að vestræn menning væri gjörspillt af ójafnrétti og kynþáttahyggju. Enginn vafi er á að árekstur Evrópu og annarra menningarheima, sem hófst með siglingum Portúgala á fimmtándu öld, hafði oft sorglegar afleiðingar. Þannig fórst stór hluti innfæddra íbúa Nýja heimsins á áratugunum eftir að Evrópubúar stigu þar fyrst á land, langmest úr innfluttum sjúkdómum. Stórbrotin menningarsamfélög Azteka og Inka og veiði- mannasamfélög Norður-Ameríku liðu undir lok. Firra róttæklinganna var hins vegar sú að endurtúlka alla söguna í ljósi samtímans og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.