Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 92

Þjóðmál - 01.03.2020, Qupperneq 92
90 ÞJÓÐMÁL Vor 2020 Eitt er þó nýtt; sú róttæka afstæðishyggja sem einkennir vestræna einstaklingssamfélagið er einsdæmi í heiminum. Iðnvæddar Asíuþjóðir hafa ekki fetað sömu braut; Japanir og Suður- Kóreumenn halda í heiðri sína eigin menningu og hafa forðast að taka við miklum fjölda innflytjenda. Kínverjar vinna kerfisbundið að hagsmunum Han-meirihlutans og treysta tök sín á Nýju landsvæðunum og í Tíbet. Í ríkjum múslima virðist ekki ríkja vafi um það hvaða menning ræður ríkjum. Þannig er bann Múhameðs spámanns við því að trúleysingjar hafi búsetu í nágrenni Mekka og Medína enn í gildi og ekki má byggja kirkjur í hinu heilaga landi íslams. Undir forystu Erdogans forseta hefur Tyrkland unnið ötullega að hagsmunum íslamskrar trúar og tyrkneskrar þjóðar, þar á meðal tyrknesku díasporunnar í Vestur- Evrópu. Öll þessi ríki virðast gera sér skýra grein fyrir eigin hagsmunum. Það er aðeins evrópska einstaklings- og fjölmenningar- samfélagið sem áttar sig ekki lengur á því fyrir hvað það stendur og á þar með erfitt með að fóta sig í heiminum. Í þessu sambandi er áhugavert að huga að erindi sem Pierre Brochand, fyrrverandi sendi- herra og yfirmaður frönsku leyni þjónustunnar, DGSE, hélt á málþingi um málefni innflytjenda í Res Publica-hugveitunni í París síðasta sumar. Brochand greinir milli tveggja mismunandi söguþráða, annars vegar söguþráðar framfara hyggjunnar, sem ímyndar sér að rökrétt þróun sögunnar felist í stigvaxandi breytingu samfélagsins úr samfélagsgerð sem einkennist af samheldni, einsleitni og innhverfu yfir í samfélagsgerð sem einkennist af sívaxandi frelsi, jafnrétti og úthverfu. Þannig þróist samfélagið úr hinum lokuðu náttúrulegu samfélögum ættbálka og fjölskyldu tengsla yfir í hið hálfopna samfélag þjóðríkisins og þaðan í opna einstaklings- samfélagið. Hver ný samfélagsgerð verði til úr þversögnum hinnar fyrri og skilgreini sig í andstöðu við hana en nái þó aldrei að þurrka hana alveg út. Þó að þær komi hvor á eftir annarri í tíma rekist þær þannig á í rúmi. Það séu þessi átök þeirra sem skilgreini hinn söguþráðinn, sem hann kallar „söguþráð atburða“. Því meira sem mismunandi sam- félagsgerðir blandist á ákveðnum stað og tíma, þeim mun meiri tilhneigingu hafi þær til að valda átökum. Söguþráður framfara- hyggjunnar rekist sífellt á við raunveru- leikann í söguþræði atburða. Sú bylgja fólksflutninga frá þriðja heiminum til Evrópu sem hófst á áttunda áratugnum hófst einmitt á sama tíma og umskiptin frá þjóðríkinu yfir í einstaklingssamfélagið áttu sér stað. Þetta þýddi að verið var að hverfa frá þeirri ströngu aðlögunarstefnu sem rekin hafði verið víða í Evrópu. Í staðinn kom hugmyndin um ótakmarkað sjálfsforræði einstaklingsins og upphafning fjölbreyti- leikans, enda tilhugsunin um hvers konar valdboð og takmörk á sjálfsforræði einstaklingsins – hvað þá í nafni spilltrar vestrænnar menningar – nýja samfélaginu óbærileg. Sem dæmi um hversu mikil stefnu- breytingin var má nefna að af þeim þremur milljónum Ítala sem fluttu til Frakklands á tímum þriðja lýðveldisins (1870-1940) sendu frönsk stjórnvöld um tvær milljónir til baka á þeirri forsendu að þær væru ekki nægilega líklegar til að aðlagast samfélaginu. En þversögnin er einmitt sú að í stað þess að tileinka sér lífsmáta einstaklings- og fjölmenningar samfélagsins endurskapa innflytjendur bara ýmiss konar náttúruleg samfélög byggð á fjölskyldu- og ættar- tengslum, sameiginlegum menningar- einkennum og tryggð við upprunaríkið. Þetta birtist með ýmsum hætti, ekki síst í tilhneigingunni til að giftast innan sam- félagsins og þeirri áherslu sem lögð er á að læra tungu og menningu uppruna ríkjanna. Innflytjendur deila sem sagt upp til hópa alls ekki róttækri afstæðishyggju einstaklings- samfélagsins og lifa ekkert sem einstaklingar, eins og hugmyndafræði þess gerir ráð fyrir, heldur sem hópar sem „mismuna“ á sama hátt og meirihlutanum er sífellt brigslað um að gera. Í tilfelli Frakklands flækir það að auki málið að margir innflytjendur koma frá fyrrverandi nýlendunum, sem rekja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.