Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 6
Kápumynd:
Kápumyndin er eftir Hildi Bergljótu Halldórsdóttur, ljósmóður í Neskaupstað. Myndin er unnin með olíu
og sýnir Barðsnes við Norðfjörð. Hildur fékkst við að mála sem unglingur. Lagði síðan pensilinn á hilluna
um árabil en fór að mála aftur þegar synir hennar voru uppkomnir og farnir að heiman. Hún hefiir sótt
nokkur námskeið og sýnt verk sín, bæði á einkasýningum og tekið þátt í samsýningum. Á nýliðnu hausti
vann hún fyrstu verðlaun í listaverkasamkeppni sem Menningarmálanefhd Fjarðarbyggðar, Safnastofnun
Fjarðabyggðar og Sparisjóður Norðfjarðar efndu til og gefur Fjarðabyggð verðlaunaverkið út á jólakorti
nú fyrir jólin. í júní s.l. gaf Hildur út þrjár gerðir af tækifæriskortum með myndum frá Norðfirði.
Höfundar efnis:
Björn Jónsson, fæddur 1916, fyrrverandi bóndi í Geitavík á Borgarfirði eystra, búsettur í Kópavogi.
Gunnlaugur Eiríksson, fæddur 1888, bóndi á Setbergi í Fellum. Lést árið 1974.
Guðríður Guðmundsdóttir, fædd 1921, skólastjóri og oddviti, búsett á Skeggjastöðum, Skeggjastaða-
hreppi. Lést á Akureyri 2002.
Halldór Walter Stefánsson, fæddur 1964, starfsmaður Náttúrustofu Austurlands, búsettur á Egilsstöðum.
Helgi Hallgrímsson, fæddur 1935, ífá Droplaugarstöðum í Fljótsdal, náttúruffæðingur, búsettur á Egilsstöðum.
Hrafnkell A. Jónsson, fæddur 1948, frá Klausturseli á Jökuldal, héraðsskjalavörður á Egilsstöðum,
búsettur á Egilsstöðum.
Sigurður Kristinsson, fæddur 1925, fyrrverandi kennari frá Refsmýri í Fellum, búsettur í Reykjavík.
Sigurður Ragnarsson, fæddur 1951, ffæðimaður búsettur í Keflavík.
Sigurjón Einarsson, fæddur 1928, fyrrverandi prófastur á Kirkjubæjarklaustri, búsettur í Reykjavík.
Skúli Guðmundsson, fæddur 1937, Ifæðimaður, búsettur í Reykjavík.
Stefán Aðalsteinsson, fæddur 1928, Ph. D. búfjárífæðingur, búsettur í Reykjavík.
Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir, fædd 1951, húsmóðir og verkakona, búsett á Egilsstöðum.
Þorsteinn Valdimarsson, fæddur 1918, guðffæðingur og ljóðskáld frá Teigi í Vopnafirði. Lést 1977
4