Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 17
Kvenfélagskonur í Tunguhreppi
Myndin sýnir kvenfélagskonur í Hróarstungu árið 1938. Hún er tekin í orlofsferð sem
konurnar fóru til Akureyrar. Bílstjóri var Magnús Þórarinsson frá Mýrum í Skriðdal.
Athygli vekur að konurnar eru allar klæddar íslenskum búningum nema unga stúlkan
sem situr fremst. Þætti það ekki þægilegur ferðaklæðnaður nú á dögum. Hafa þó vegir og
farartæki breyst mikið til batnaðar. A myndinni eru:
Aftari röð f.v.: Ólína ísleifsdóttir, Geirastöðum, Guðfinna Björnsdóttir, Straumi,
Magnús Þórarinsson, Anna Ólafsdóttir, Gunnhildargerði, Halldóra Sigurðardóttir, Hall-
freðarstöðum, Anna Gunnarsdóttir, Dagverðargerði, Anna Sveinsdóttir, Kirkjubæ.
Fremri röð f.v.: Kristín Halldórsdóttir, Hallfreðarstaðahjáleigu, Sigríður Eiríksdóttir,
Bót, Antonía Kröyer, Stóra-Bakka, Valgerður Ketilsdóttir, Litla-Steinsvaði, Þórunn Guð-
mundsdóttir, Galtastöðum.
Sitjandi fremst: Svava Jónsdóttir, Hrærekslæk og Katrín Málmfríður Eiríksdóttir,
Dagverðargerði.
Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Austurlands.
15