Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 64
Múlaþing
laug sem rauk úr og Reykjará verið skammt
undan handan við Jöklu með fossreyk
sínum.
I Hrafnkels sögu er sagt að Grjótteigssel
sé í austur frá Reykjaseli. Á það hefur verið
bent (Aðalsteinn Aðalsteinsson á
Vaðbrekku), að Reykjasel muni hafa verið í
Lindum í Hálsi, skammt fyrir sunnan
Kárahnúka, en það er beint í vestur frá
Grjótteigsseli. Hér verður gert ráð fyrir að
þetta sel sé ekki úti við Hitahnúk, heldur
inni í Hálsi og verður nafnið þess vegna
stjörnumerkt, Reykjasel*, hér á eftir.
Þess er rétt að geta hér að Páll Pálsson
frá Aðalbóli fann gamla rúst innan við
Sandfell á Vestur-Öræfum, nokkuð utan við
Lindur í Hálsi haustið 2003. Þar telja menn
hugsanlegt að Reykjasel* Hrafnkels sögu sé
fundið.
í seinni grein sinni, árið 1970, nefnir
Halldór Þórisstaði á undan Hóli
(Þorbjarnarhóli, Tobbhóli) í upptalningu
sinni. Þeirri röð verður að snúa við ef röð
hans fylgir boðleið upp vestan ár í dalnum
og niður austan ár.
Sveinbjörn Rafnsson telur Laugarhús
vera eina örnefnið sem hafi getað tórt í
Hrafnkelsdal frá miðöldum.13 Sigurður
Vigfússon og Halldór Stefánsson telja
einnig báðir að Laugarhús Hrafnkels sögu
séu þar sem nú heita Laugarhús í
Hrafnkelsdal. Samkvæmt Hrafnkels sögu er
svo ekki. Þar segir:14 „Bjarni hét maðr, er
bjó at þeim bæ, er at Laugarhúsum heitir.
Þat er við Hrafnkelsdal.“ Og þegar Þorbjörn
reið frá Hrafnkeli á Aðalbóli segir:15 „Þá
reið Þorbjörn í brott ok ofan eftir héraði.
13 Sveinbjörn Rafnsson 1990, 102.
14 Hrafnkels saga 1398.
15 Hrafnkels saga 1401.
Hann kom til Laugarhúsa og hittir Bjarna,
bróður sinn.“
I fyrri setningunni segir að Laugarhús
séu við en ekki í Hrafinkelsdal og í hinni
síðari að fara þurfi ofan eftir héraði, þ.e.
niður dalinn, til að komast að Laugar-
húsum. (Leturbr. mínar. S.A.) Sú tilgáta
hefur verið sett fram að Laugarhús
Hrafnkels sögu hafi verið vestur á Jökuldal,
þvert vestur af Vaðbrekku, undir Hitahnúk,
en þar er heit laug sem kölluð er Hitalind í
daglegu tali.16 Hér verður nafnið stjörnu-
merkt, Laugarhús*, til að benda á að það sé
við Hitahnúk. Nafnið Laugarhús* gæti
síðan hafa flust yfir í Hrafnkelsdal, þangað
sem það er nú, eftir að byggð í dalnum
lagðist af, enda eru líka heitar laugar við
núverandi Laugarhús í Hrafnkelsdal.
Ákveðnar bendingar hafa fundist um
húsarústir við Hitahnúk, eins og bent er á
hér að framan. Tvö kuml úr heiðni hafa
fundist skammt frá Hitalindinni. Kumlin
sýna að bær getur ekki hafa verið mjög
langt frá þeim.17
Rannsókn á byggðaleifum í
Hrafnkelsdal 1978-80
Sumurin 1978-80 voru kannaðar
byggðaleifar í Hrafnkelsdal og reynt að
grafast fyrir um aldur þeirra.18 Hér á eftir
verður reynt að rekja hvaða rúst í þeirri
rannsókn falli næst hverju þeirra örnefna á
fornum bæjarstæðum sem nefnd eru í þeim
heimildum sem raktar eru hér að frarnan.
Byrjað verður að rekja rústir frá
Laugarhúsum* og Bakkastöðum og síðan
haldið áfram boðleið upp vestanverðan
15 Stefán Aðalsteinsson 1980.
17 Stefán Aðalsteinsson 1976.
18 Sveinbjöm Raíhsson 1990.
62