Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 64

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 64
Múlaþing laug sem rauk úr og Reykjará verið skammt undan handan við Jöklu með fossreyk sínum. I Hrafnkels sögu er sagt að Grjótteigssel sé í austur frá Reykjaseli. Á það hefur verið bent (Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vaðbrekku), að Reykjasel muni hafa verið í Lindum í Hálsi, skammt fyrir sunnan Kárahnúka, en það er beint í vestur frá Grjótteigsseli. Hér verður gert ráð fyrir að þetta sel sé ekki úti við Hitahnúk, heldur inni í Hálsi og verður nafnið þess vegna stjörnumerkt, Reykjasel*, hér á eftir. Þess er rétt að geta hér að Páll Pálsson frá Aðalbóli fann gamla rúst innan við Sandfell á Vestur-Öræfum, nokkuð utan við Lindur í Hálsi haustið 2003. Þar telja menn hugsanlegt að Reykjasel* Hrafnkels sögu sé fundið. í seinni grein sinni, árið 1970, nefnir Halldór Þórisstaði á undan Hóli (Þorbjarnarhóli, Tobbhóli) í upptalningu sinni. Þeirri röð verður að snúa við ef röð hans fylgir boðleið upp vestan ár í dalnum og niður austan ár. Sveinbjörn Rafnsson telur Laugarhús vera eina örnefnið sem hafi getað tórt í Hrafnkelsdal frá miðöldum.13 Sigurður Vigfússon og Halldór Stefánsson telja einnig báðir að Laugarhús Hrafnkels sögu séu þar sem nú heita Laugarhús í Hrafnkelsdal. Samkvæmt Hrafnkels sögu er svo ekki. Þar segir:14 „Bjarni hét maðr, er bjó at þeim bæ, er at Laugarhúsum heitir. Þat er við Hrafnkelsdal.“ Og þegar Þorbjörn reið frá Hrafnkeli á Aðalbóli segir:15 „Þá reið Þorbjörn í brott ok ofan eftir héraði. 13 Sveinbjörn Rafnsson 1990, 102. 14 Hrafnkels saga 1398. 15 Hrafnkels saga 1401. Hann kom til Laugarhúsa og hittir Bjarna, bróður sinn.“ I fyrri setningunni segir að Laugarhús séu við en ekki í Hrafinkelsdal og í hinni síðari að fara þurfi ofan eftir héraði, þ.e. niður dalinn, til að komast að Laugar- húsum. (Leturbr. mínar. S.A.) Sú tilgáta hefur verið sett fram að Laugarhús Hrafnkels sögu hafi verið vestur á Jökuldal, þvert vestur af Vaðbrekku, undir Hitahnúk, en þar er heit laug sem kölluð er Hitalind í daglegu tali.16 Hér verður nafnið stjörnu- merkt, Laugarhús*, til að benda á að það sé við Hitahnúk. Nafnið Laugarhús* gæti síðan hafa flust yfir í Hrafnkelsdal, þangað sem það er nú, eftir að byggð í dalnum lagðist af, enda eru líka heitar laugar við núverandi Laugarhús í Hrafnkelsdal. Ákveðnar bendingar hafa fundist um húsarústir við Hitahnúk, eins og bent er á hér að framan. Tvö kuml úr heiðni hafa fundist skammt frá Hitalindinni. Kumlin sýna að bær getur ekki hafa verið mjög langt frá þeim.17 Rannsókn á byggðaleifum í Hrafnkelsdal 1978-80 Sumurin 1978-80 voru kannaðar byggðaleifar í Hrafnkelsdal og reynt að grafast fyrir um aldur þeirra.18 Hér á eftir verður reynt að rekja hvaða rúst í þeirri rannsókn falli næst hverju þeirra örnefna á fornum bæjarstæðum sem nefnd eru í þeim heimildum sem raktar eru hér að frarnan. Byrjað verður að rekja rústir frá Laugarhúsum* og Bakkastöðum og síðan haldið áfram boðleið upp vestanverðan 15 Stefán Aðalsteinsson 1980. 17 Stefán Aðalsteinsson 1976. 18 Sveinbjöm Raíhsson 1990. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.