Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 85
Skúli Guðmundsson
frá Sœnautaseli
Bergur Hallsson frá
Hryggstekk í Skriðdal
Bergur hét maður og var Hallsson.
Hann var fæddur um 1799, og voru
foreldrar hans Hallur Jónsson og
Guðrún Ásmundsdóttir (4038-9875,
Bustarfellsætt - Hofteigsætt) búandi hjón á
Hryggstekk í Skriðdal um þær mundir.
Bergur var einn þriggja barna þeirra sem á
legg komust, en hin voru: Jón og Margrét,
sem bæði eiga afkomendur. En ekki ætla ég
að segja nánar frá þeim að sinni, en vil þó
geta þess að Jón var afi Stefáns
Alexanderssonar sem bjó um tíma á
Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, og Margrét
var móðir Guðmundar Eyjólfssonar sem um
skeið bjó á Hóli í Fljótsdal, en síðan í
Þorskagerði á Jökuldal nokkur síðustu árin
sem búið var þar, eða til öskufallsins 1875,
en hörfaði undan öskunni til Vopnafjarðar,
en síðan vestur um haf frá Haga vorið 1880,
og eru afkomendur allir í Ameríku.
Hér á eftir ætla ég að fjalla um Berg
Hallsson og afkomendur hans, sem er að
litlu getið í Ættum Austfirðinga.
Faðir Bergs lést árið 1803, en þá var
hann 4 ára. Eftir lát heimilisföðurins varð
ekkjan að láta jörðina lausa til annarra
I Skriðdal. Fjallið Þingmúli fyrir miðri mynd.
Ljósmynd: Vilberg Guðnason.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands
ábúenda, en Hryggstekkur var líklega
hjáleiga frá Arnhólsstöðum á þessum tíma.
Ekkjur sýnast jafnan hafa verið réttlausar að
vera um kyrrt á jörðum ef heimilisfaðirinn
féll frá, þ.e. þær voru hraktar burt, og
börnunum komið fyrir á nágrannabæjum.
Guðrún er í húsmennsku óvissan tíma með
yngsta barn sitt, Margréti sem fædd var um
1800, en hún var móðir fyrrnefnds
Guðmundar í Þorskagerði, en þeim Bergi
og Jóni var holað niður á öðrum bæjum.
Heimildir um hvar Bergur var næstu ár
eru torfundnar, en í Flögu er hann 1809 og
1810, kallaður niðursetningur, en kominn er
hann að prestsetrinu Þingmúla 1814, enda
kominn á fermingaraldur. Ef til vill hefur
niðursetningurinn verið ódæll eftir atlætið í
uppvextinum, og einhverra hluta vegna
dróst það hjá sóknarprestinum séra Sigfúsi
Finnssyni að koma á hann fermingu, en hins
vegar urðu prestaskipti 1815, er þeir sr.
Sigfús og Einar Björnsson í Hofteigi höfðu
brauðaskipti.
Séra Einar var talinn „sérvitur og
óviðfelldinn“ segir í Ættum Austfirðinga, og
mætti sú umsögn falla burt. Fram kemur í
þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar frá
Eyvindará að hann átti oft á tíðum í brösum
við ýmsa starfsbræður sína í prestastétt,
líklega mest útaf þeirra óreglu og
83