Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 23
Ferðasaga af Austurlandi
Norðurbœrinn í Húsey, heimili Aðalbjargar og Halldórs. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
og var hann við útihúsabyggingar. Lagði
hann fljótt frá sér verk og gekk með okkur í
bæinn þótt við værum alókunnug en trúlega
hefur maðurinn minn verið búinn að koma
þar áður. Dvöldum við þar æði tíma og
drukkum kaffi. Höfðum við hálfvegis
hugsað okkur að fá fylgd og hesta eitthvað
áleiðis upp brekkurnar en hestarnir voru
ekki heirna. Þeir voru lengst inni i landi og
var þá tilgangslaust að hugsa um það. Við
vorum nú búin að hvíla okkur og þótti
ráðlegast að fara að leggja á heiðina enda
fór líka að dimma í lofti og virtist ætla að
gera þoku og jafnvel rigningu.
Við siluðumst upp brekkurnar á Hellis-
heiði eina af annarri og alltaf blasti önnur
við þegar ein var að baki. Eg man að mig
langaði að spyrja hvenær við myndum vera
hálfnuð upp en þorði það ekki vegna þess
að ég óttaðist að svarið myndi verða
neikvætt og var þá betra að hugsa sér alltaf
hverja brekkuna fyrir sig þá síðustu. Loks
vorum við komin upp erfiðustu brekkurnar
og var sú síðasta kölluð Fönn, því þar liggur
dálítil jökulfonn flest sumur. Þótti mér nú
nokkuð betra að ganga þar sem minni var
brattinn.
Allt í einu vorum við komin í lítinn dal
er nefnist Jökuldalur og er miklu hærra upp
úr honum að norðanverðu, svo þar kom
drjúg brekka til viðbótar. Að lokum vorum
við komin á nyrðri brúnina, Varpið, og fór
þá fljótlega að halla undan fæti. Þó nokkur
þoka var á heiðinni og dálítið rigndi, en við
gátum farið eftir slóðum og vörðum. Líkaði
mér mun betur að fara niður brekkurnar en
upp, þó það hafi sína örðugleika, enda vissi
ég að við nálguðumst þá frekar leiðarenda,
og allt í einu blöstu Eyvindarstaðir við. Við
höfðum farið í meira en 700 m hæð og
sjálfsagt um 15 km á milli bæja.
Þótt það væri kannski daglegur
viðburður um þessar slóðir að fara Hellis-
heiði, þá var þetta nú töluverð fjallganga
fyrir mig. Við þurftum ekki að vaða
Dalsána, hún var nýbrúuð og brúin það
breið að við gátum gengið hlið við hlið yfir.
Hún hafði verið steypt þetta sumar, en það
21