Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 89
Bergur Hallsson frá Hryggstekk í Skriðdal
Séð inn Mjóajjörð frá Krosshöfn. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
víðar að Hermann leit á sig sem algert
yfirvald í sveitinni, og allir áttu að hlýða
hans vilja skilyrðislaust, og margt fleira
mætti tína til um þetta mál, en ég læt hér
staðar numið að sinni. (sbr. Sigm.M.Long).
Jónas Bergsson
Oddný Ólafsdóttir frá Fjarðarkoti hefur
sennilega flúið frá stórbændunum í
Mjóafirði við fyrsta tækifæri sem gafst.
Hún er vinnukona á Hjartarstöðum í
Eiðasókn 1813 og 1816, en óvíst er hvar
hún hefur verið til þess tíma. Hún er á
Finnsstöðum 1825, og þar munu hafa legið
saman leiðir þeirra Bergs Hallssonar. Hinn
27. nóvember 1825 fæddi hún dreng sem
hún nefndi Berg sem föður að, sem þá var
talinn vinnumaður að Dalhúsum. Drengur-
inn var vatni ausinn og nefndur Jónas.
Nú voru börnin orðin tvö sem Bergi
voru kennd, og er ei annars getið en hann
gengist við þeim báðum. Fram kemur í
bréfi frá Ólafi Indriðasyni presti á
Dvergasteini í Seyðisfirði sem dagsett er 8.
apríl 1828, til sýslumanns Páls Melsted sem
sitjandi var á Ketilsstöðum á Völlum um
þær mundir, að þegar Bergur var
vinnumaður á Sörlastöðum 1 Seyðisfirði
1827-28 vildu sveitaryfirvöld innheimta
tíund hjá honum sem öðrum, og gjörðu
honum að svara einu dagsverki og hálfum
ljóstolli til kirkjunnar ásamt fimm fiska
útsvari til fátækra, en hann færðist undan að
svara þessum gjöldum fyrir þá sök að hann
hefði börn á hendi sinni sem hann þyrfti að
leggja með, og kvaðst ekki svara þessum
gjöldum án úrskurðar yfirvalds. Einnig
kemur fram í nefndu bréfi að Bergur hafði
með sér að Sörlastöðum einn hest og fjórar
ær sem Eiríkur húsbóndi hans hafði fram
talið sem eign Bergs til tíundar, og eru það
ekki svo miklir fjármunir, enda varð dvöl
Bergs stutt á þessum slóðum og gat hann
sem hægast hafa átt meira annarsstaðar. Um
87