Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 47
Skriðuföll í Fljótsdal
3. mynd. Flugmynd sem Skarphéðinn G. Þórisson tók 6. júlí 1998. og sýnir miðhluta skógarins jyrir ofan
og utan bœinn á Arnaldsstöðum. Flest skriðuförin eru líklega frá 1941 og eru sum farin að hyljast
skógarkjarri. Tvískipta farið i miðju er frá 1968, en þá hljóp yst á heimatúnið.
sér nokkuð á strik aftur og myndað strjála
runna. Þessum atburðum er nákvæmlega
lýst í bók Ólafs, Skriðuföll og snjóflóð I.
bindi, bls. 505-513. (Myndir 2-4)
Næsta skriðuhrina kom 5. nóvember
1968. Gríðarlegt úrfelli hafði verið í
suðaustanátt sólarhringinn á undan, og
mældist þá metúrkoma (80 mm) á
Hallormsstað. Um kl. 14 féll stór skriða úr
lækjarfarvegi niður í gegnum Arnaldsstaða-
skóg, yfir túnið á Arnaldsstöðum skammt
fyrir utan bæinn og ofan í Keldá. Hún var
um 150 m breið á túninu. Sigurður Blöndal
getur um þessa skriðu í Glettingi 11 (1),
2001, og birtir myndir sem hann tók af
henni 9. nóv. 1968.
Þann 12. nóvember sama ár urðu aftur
skriðuhlaup í Fljótsdal, m.a. á Þorgerðar-
stöðum, þar sem hljóp á túnið og girðing
eyðilagðist á kafla, og 13. nóvember féll
skriða á túnið á Valþjófsstað og fóru 2-3 ha
undir aur. í sömu hrinu féllu þrjár skriður úr
fjallinu ofan við Hallormsstað. Vatnsborð
Lagarfljóts náði þá sögulegu hámarki, sem
ekki var hnekkt fyrr en haustið 2002. (Hall-
dór Pétursson: 1992).
Árið 1979, 27.-28. október, féll
gríðarleg jarðvegsskriða vestan úr
Víðivallahálsi, við eyðibýlið Hlíðarhús,
rétt fyrir utan nýbýlið Víðivelli I. Skriðan
féll niður í gegnum miðjan Víðivallaskóg,
og myndaði um 200 m breiða geil gegnum
hann, þar sem mestallur jarðvegur sópaðist
burt og breiddist út á undirlendinu fyrir
neðan. Hlíðarhúsakvísl fylltist á kafla, og
brúin á henni fór á kaf í skriðuna en var
síðan grafin upp. Talið var að 50-100(?) fjár
hefði farist í skriðunni. Hún braut veggi á
45