Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 46
Múlaþing
2. mynd. Þrjú mikil skriðuför eru í gegnum innsta hluta skógarins á Arnaldsstöðum. Þau eru líklega öll
frá 1941. Myndin var tekin afhöfundi 27. júlí 1991.
naumlega. Hefur bærinn þá líklega verið
færður þangað sem hann stendur nú. Arið
1891,6. október, féllu aftur miklar skriður á
túnið á Víðivöllum fremri, beggja megin
við bæinn, og flýði fólkið úr honum. Var
skaðinn metinn sem helmings rýrnun á
jörðinni. Arið 1902, 5.-7. desember, hljóp
enn á tún jarðarinnar, einnig á Arnalds-
stöðum.
Árið 1923 er getið um „stórskriðu“ á
Glúmsstöðum (Armann Halldórsson 1975,
bls. 51). Haustið 1927, í desember, féllu
skriður úr Valþjófsstaðafjalli. „Ein kom
niður norðan við Valþjófsstað, skammt
sunnan við samkomuhúsið. Önnur fór niður
á túnið sunnan við bæinn, og ein kom niður
í Hvamminn, sem kallaður er, nokkru
sunnar, en þar eru beitarhús frá
Valþjófsstað.“ (Ólafur Jónsson 1957, bls.
473).
Mesta skriðuhrina sem um getur í
Fljótsdal kom 9.-10. nóv. 1941. Féllu þá
tugir af stórum og smáum skriðum úr
austurhlíð Múlans, og ollu þær miklu tjóni á
túnum og gripahúsum á bæjunum
Arnaldsstöðum og Þorgerðarstöðum.
Fólkið á Arnaldsstöðum flýði bæinn og náði
naumlega, eftir ævintýralega ferð, að næsta
bæ, Langhúsum. Bæjarhús sluppu þó á
báðum bæjum, en nokkur ijárhús eyði-
lögðust; ijárskaðar urðu þó ekki verulegir.
Talið er að um 40 skriður hafi fallið á milli
bæjanna, og 18-20 skriður utan við
Arnaldsstaði. Drunur frá skriðunum
heyrðust um allan dalinn.
Enn má sjá í Arnaldsstaðaskógi ijöl-
margar geilar frá þessum skriðuhlaupum,
sem liggja þvert niður í gegnum skóginn,
þar sem skriðurnar sópuðu burt skógi og
jarðvegi. I sumum þeirra hefur birkið náð
44