Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 66
Múlaþing
Grænabala, sem er tangi við ána Hrafnkelu.
Inni í hrútakofa í beitarhúsum frá Aðalbóli,
sem nú heitir Hústótt, fundust mannvistar-
leifar frá því fyrir 1158 (R8).
Á Aðalbóli fundust glögg rnerki um
mannvistarleifar frá því fyrir 1158 (R9).
Innan við núverandi Faxahús fannst rúst á
þríhyrndu, grónu barði milli tveggja
lækjargilja. Hún var líka frá því fyrir 1158
(RIO). Enn fannst rúst á hallandi sléttlendi
innan við Faxagil (R11). Þar voru merki um
allmiklar byggingar og túngarð, og mann-
vistarleifar lágu þar undir Heklulaginu frá
1158. Þá voru miklar rústir frá ýmsum
tímum á Glúmsstaðaseli (R12).20 Sumt af
mannvistarleifum þar er ævagamalt en erfitt
að greina aldur. Þar lauk boðleiðinni inn
dalinn vestanverðan.
Innsta rúst austanvert í dalnum var á
Þuríðarstaðaseli (R13). Þar voru miklar
menjar um byggingar og garða, sumt frá þ\ í
fyrir 1158. Á Blesatanga var glögg rúst af
húsi inni í víðikjarri (R14) og túngarður að
hluta í kring, frá því fyrir 1158. Á
Laugarhúsum voru miklar rústir og af
ýmsum aldri (R15), sumar frá því fyrir
1158. Við Tobbhól fannst ein rúst,
hálfgrafin í gamla skriðu (R16), einnig frá
því fyrir 1158. Á Þórisstöðum fundust
nokkrar rústir og einnig glöggur túngarður á
parti (R17), sumt frá því fýrir 1158. Leitað
var bæjarrústa við Gerðishöfða 11. ágúst
1980, en engin merki þeirra fundust. Þar á
þó samkvæmt munnmælum að hafa verið
fornt býli, og er líklega það býli sem
Halldór Stefánsson kallar Höfða.21
Þá voru skoðaðar þrjár rústir utan
Hrafnkelsdals, ein sem hér er kölluð Skál
20 Sigurður Gunnarsson 1886, 455. Hann kallaði þennan bæ
Sámsstaði.
21 Halldór Stefánsson 1948, 157.
64