Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 19
Guðríður Guðmundsdóttir
Ferðasaga af Austurlandi
Hér segir Guðríður frá því þegar hún er ífyrsta sinn á Austurlandi og ferðast landleiðina
með manni sínum, Sigmari I. Torfasyni, frá Hrafnabjörgum í Hjaltastaðaþinghá norður
að Skeggjastöðum í Skeggjastaðahreppi. Sigmar hugóist sækja um Skeggjastaóaprestakall
og erindið var aó skoða staðinn og kynna sig fyrir vœntanlegum sóknarbörnum. Frásögnin
er skrifuð 1973.
Mig langar til að biðja ykkur að
fylgja mér þrjátíu ár aftur í
tímann, eða því sem næst. Við
hjónin erum nýgift og stödd á Hraíha-
björgum í Hjaltastaðaþinghá á heimili
mannsins míns og foreldra hans Torfa
Hermannssonar og Jóhönnu Ingibjargar
Sigurðardóttur. Hrafnabjörg eru á Fljóts-
dalshéraði austan Lagarfljóts, eins og segir í
íslandssögu um landnám Una danska, en
Hrafnabjörg eru einmitt í hans landnámi,
næsti bær við Unaós og líklega um 8 km frá
sjó. Er þetta því mjög utarlega á Héraði
austanverðu. Vegurinn til Borgarfjarðar
liggur nú yst í Hrafnabjargalandi. Bærinn
stendur neðan við þrjá klettahjalla, sem eru
neðsti hluti austurfjallanna, en ofan við þá
er brattlendi er nær allt að Dyrfjöllum og
tilheyrir sú hlið fjallanna er að Héraði snýr
Hrafnabjörgum. Fyrir neðan túnið rennur
Selfljót, heilmikið vatnsfall, þó ekki sé það
nefnt mikið í landafræðibókum, en innan
við bæinn rennur á, er nefnist Jökulsá, lítil á
en fögur. Undirlendi er þarna lítið og grýtt
svo óhægt er um ræktun, en nes meðfram
fljótinu voru slegin og notuð sem engjar.
Fjalllendi eru aftur á móti mikil og brött og
þótti mér Sunnlendingnum nærri óhægt um
nokkrar göngur frá bæ. Man ég eitt sinn er
við vorum þarna á gangi skammt frá
bænum að ég kvartaði um að erfitt væri að
komast þetta og man ég þá að maðurinn
minn var alveg undrandi og óvenju fljótur
til svars: „Við förum nú hér oft um með
Guðríður Guðmundsdóttir var fædd í Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi í 8. apríl 1921. Hún lést 26. apríl 2002. Foreldrar hennar
voru hjónin Guðmundur Kristinn Sigurjónsson bóndi í Kolsholtshelli og Marta Brynjólfsdóttir húsfreyja. Hún giftist 1. ágúst 1943
Sigmari I. Torfasyni frá Hrafnabjörgum í Hjaltastaðahreppi, f. 15. ágúst 1918, d. 4. febr. 1997, prófasti á Skeggjastöðum. Guðríður ólst
upp með foreldrum í Kolsholtshelli en fór snemma í vist til prestshjónanna í Hraungerði, sr. Sigurðar Pálssonar og Stefaníu
Gissurardóttur. Hjá sr. Sigurði fékk hún undirbúningsmenntun til að setjast í Kennaraskóla íslands þar sem hún stundaði nám árin
1941-1943. Sumarið 1944 fluttust þau hjón Guðríður og Sigmar að Skeggjastöðum og bjuggu þar samfleytt í 44 ár. Á heimili þeirra
var bamaskóli hreppsins og heimavist og þar var Guðríður kennari og skólastjóri 1950-1985. Hún var einnig oddviti
Skeggjastaðahrepps 1978-1990. Um 1989 fluttust þau hjónin til Akureyrar og bjuggu þar til æviloka.
17