Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 77
Um búskap og fleira í Bót í Hróarstungu
Við höfðum tveir farið laust áður en
bruninn varð með ull á Reyðarfjörð og
komið aftur með vörur á 7 hesturn. Þeim var
bunkað inn í framhúsið en af einhverjum
ástæðum, sem einu gilti, var ekki búið að
ganga frá þeirn kornbirgðum, sem vanalegt
var þó.
Nóttina sem bruninn varð vaknaði
gömul kona, Guðrún Bjarnadóttir, við
eldinn og vakti fólkið. Ég fór strax að
athuga ástæðu, þegar ég opnaði
baðstofuhurðina fram í göngin, var þar eitt
eldhaf. Ég fór svo út um glugga og upp á
bæinn, þá var maskínuhúsið fallið og
göngin, eldurinn farinn að læsa sig í
baðstofuna, framhúsið, svo og eldhús og
búr. Það var strax sýnilegt að húsum varð
ekki bjargað, við þær aðstæður sem fyrir
hendi voru.
Það var því ekki um annað að gera en
bjarga því sem hægt var. Fólkið í
baðstofunni gekk að því að koma
rúmfatnaði út um glugga, einnig náðist
prjónavél. Ég fór í framhúsið og gat bunkað
út vörunum sem við komum með af
Reyðarfirði, reiðfærum og nauðsynlegum
áhöldum, meira var ekki hægt að gera fyrir
eldi. Var full erfitt að bjarga því sem út var
komið, svo eldurinn tæki það ekki.
Sent var strax ofan í Rangá. Björn kom
eins fljótt og hægt var með allt tiltækt lið
sitt. Þá voru öll hús fallin nema fjós og
hlaða og neistar komnir í þökin. En þeim
húsum tókst að bjarga, með auknum
liðskosti. Vindur var hvass vestan, það
hlífði þessum húsum. Sýnilegt var að
eldurinn hafði komið upp í maskínuhúsinu,
en með hvaða hætti var ekki vitað.
Björn á Rangá hjálpaði okkur mikið að
búa um okkur. Sett var niður eldavél í
ijárhúsi fremst á túninu. Þar var eldað og
borðað. Svo var fengið stórt tjald að láni.
Þar svaf allt fólkið um sumarið. Þar til
Pétur Stefánsson.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austul.
Eiríkur Einarsson, Bót.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurl.
75