Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 105

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 105
Sveinn Einarsson hleðslumeistari frá Hrjót hamrinum einum, þ.e. hvort það flísaðist eða hrökk í sundur eins og hann vildi, (það fer aðallega eftir því hvort það eru sprungur í grjótinu eða eftir því hve hartþað er). Aldrei hjó hann meira en nauðsynlegt var, hamarinn notaði hann til að slá agnúa af svo steinarnir féllu vel. Sjálfberandi boga hafði Sveinn ekki hlaðið fyrr en á Klaustri og steypu hafði hann ekki notað áður sem festiefni við hleðslur. Það kom sér því vel að Friðrik hafði eitt sinn verið handlangari hjá dönskum múrara við múrsteinshleðslu. Þeir urðu því báðir mjög svo reynslunni ríkari af þessu verki á Klaustri. Sveinn hafði mjög gaman af að takast á við ögrandi verkefni og að nota sement sem lím við steinhleðslur var þarna alveg nýtt fyrir honum. (Sig. FriðrikLúðvíksson /munnleg heimild/ 6. 4. 2004). Síðasta bogann á Skriðuklaustri hlóðu þeir í ágúst 1975. (Dagbœkur Sveins). Næstu ár áttu þeir Sveinn og Friðrik eftir að vinna mörg verkin saman. Má þar nefna hleðslu við Lónið á Seyðisfirði, sem tók nokkur sumur. Þeir hlóðu upp gamla bæinn á Galtastöðum fram, einnig hlóðu þeir upp veggi á Bustarfelli. Þeir hlóðu í lysti- garðinum við Búnaðarbankann á Egilsstöð- um. (Dagbœkur Sveins) Þegar Gestastofa eftir verðlaunateikningu Vilhjálms Einarssonar var reist á tjaldstæðinu á Egilsstöðum var Sveinn Einarsson hleðslumaður frá Hrjót kallaður til. (Egilsstaðabók /1997 / bls. 228) Einnig fékk Vilhjálmur, Svein til liðs við sig þegar hann gerði lóð við heimili sitt að Útgarði 2. Þar hlóð hann veggi og ráðlagði við gróðursetningu trjáa. (Vilhjálmur Einarsson/munnlegar heimildir / 1.4. 2004). Árið 1981 vann Sveinn mikið og fallegt verk, við klömbruhleðslur í garðinum að Laugavöllum 11, hjá Hauki J. Kerúlf og Guðrúnu Sigurðardóttur og hleðslur við Far- fuglaheimilið á Seyðisfirði, einnig hleðslur Minnismerki um Sigfús Sigfússon. Ljósmynd: Snorri Sigurðsson. við hótelið á Djúpavogi. Árin 1983 og 1984 hlóð hann nokkra garða fyrir einstaklinga á Egilsstöðum, í Fellabæ og á Eskifirði. Árið 1982 var Sveinn fenginn til að byggja torfbæinn Klappargerði við Ár- bæjarsafn í Reykjavík og á næstu árum hlóð hann talsvert á þeim stað, m.a. 1985 vegg og túngarð við Dillonshúsið og 1986 hlóð hann veggi torfkirkjunnar þar. Sama ár hlóð hann upp gamlan grjótvegg við Gljúfrastein í Mosfellssveit (Dagbœkur Sveins). Sveinn vottaði hinum ástsælu skáldum og þjóðsagnasafnara Austfirðinga virðingu sína í verki, með því að leggja sitt lið við gerð minnisvarða um þá. Árið 1973 hlóð hann minnismerki í Meðalnesi í Fellum, um Jóhann Magnús Bjarnason skáld og aðra vesturfara af Austurlandi. (Landið þitt tsland/1982/ bls.82). Stuðla í minnisvarðann sótti hann upp í Hnefilsdal. í ágúst 1976 var afhjúpaður á Seyðisfirði minnisvarði um Inga T. Lárusson en þar hlóð Sveinn undir- 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.