Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 161
Undir Fellaheiði 1703-2003
Um 1950 hófst ný öld í búnaðarsögu á
Héraði er véltækni kom til sögunnar, mýrar
voru ræstar fram með skurðgröfum,
dráttarvélar unnu land og voru notaðar til
heyskapar, en allir flutningar urðu með
bílum. Að sjálfsögðu gerðist þetta í
Refsmýri eins og annars staðar en bílvegur
var lagður þangað um greiðfæra leið frá
Ormarsstöðum.
Hörður Guðmundsson og Guðbjörg
Pálsdóttir
Guðbjörg, f. 10. ágúst 1963, frá
Hreiðarsstöðum og Hörður, f. 30. júní 1963,
tóku við búskap í Refsmýri 1984. Hafa
aðallega sauðfjárbú en hann vinnur mikið
við húsasmíðar og er meistari í þeirri grein.
Foreldrar Guðbjargar eru Þórey Eiríksdóttir
og Páll Sigfússon. Þau bjuggu á Hreiðars-
stöðum en eru nú í Fellabæ. Páll er sonur
Sólrúnar Eiríksdóttur, sem fæddist í Refs-
mýri 1902 og um er getið áður í þessum
þáttum. Börn Harðar og Guðbjargar eru
Guðný, Guðmundur og Hjörtur, öll enn í
föðurgarði þegar þetta er ritað.
Því vill svo til að enn eru í Refsmýri
mæðgur, sem heita Guðbjörg og Guðný af
sömu ætt og þar var fyrir 100 árum og 160
árum. Er það rakið hér: Guðbjörg Sigfús-
dóttir, Guðný Jónsdóttir, Guðbjörg Gunn-
laugsdóttir (Guðný dóttir hennar dó 4 ára
1903), Sólrún Eiríksdóttir, Páll Sigfússon,
Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Harðardóttir.
Ýmsir hafa veitt mér upplýsingar sem
ber að þakka, einkum Fellamenn. Konan
mín Guðríður Magnúsdóttir aðstoðaði við
tölvuvinnslu og prófarkalestur.
Lokið í júní 2003.
Heimildir:
Sveitir og jarðir í Múlaþingi, I. bindi.
Sóknarmannatöl vmissa kirkna á
Héraði, einkum Askirkju.
Aðalmanntöl frá 19. öld.
Manntal 1703 og skattbændatöl frá
18. öld.
Ættir Austfirðinga eftir sr. Einar
Jó nsson.
159