Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 93
Bergur Hallsson frá Hryggstekk í Skriðdal
um kvenhjálp þar á heimilinu um sinn. Það
var svo á næsta vori 1861 að Björn tók sig
upp frá Veturhúsum með fólk sitt, þar á
meðal þau Berg og Kristínu, og flutti burt úr
héraðinu, að Grímsstöðum á (Hóls)Fjöllum,
hafandi búið 6 ár í Veturhúsum.
Grímsstaðir á Fjöllum
Hólsfjallabæir voru á þessum tíma fimm
talsins: Hóll, Hólssel, Grundarhóll, Víðir-
hóll og Grímsstaðir, og voru þeir taldir til
Skinnastaðahrepps, og áttu kirkjusókn að
Skinnastað sem er alldrjúg leið (15 tíma
lestagangur) um Hólssand niður til
Axarljarðar. (Síðar varð til Fjallahreppur
með kirkju að Víðirhóli).
A fyrri tíma voru Grímsstaðir að hálfu
eign Skálholtsstóls, en árið 1785 var
ákveðið að leggja niður biskupssetur og
skóla og sclja jarðeignir stólsins, og skyldi
andvirði þeirra renna í konungssjóð. Var
Magnúsi Stephensen falið að sjá um sölu
stólsjarðanna, og átti andvirðið að renna í
konungssjóð. Skyldu menn eiga kost á
afargóðum kjörum við kaupin, þ.e. löngum
greiðslutíma eða borga eftir hentugleikum,
eða jafnvel gleyma afganginum, sem hlýtur
að hafa verið einsdæmi í viðskiptum á þeim
tíma, en þó voru jarðirnar að seljast langt
fram á 19. öld.
í Jarðatali Johnsens frá 1847 kemur
fram að Grímsstaðir séu bændaeign, en á
jörðinni býr hins vegar einn leiguliði (Jón
Sigurðsson). Fram kemur að hálflendan sé 6
hundruð að dýrleika, og stólshlutinn forni
hafi verið rúm 6 hundruð, og ætti því
heildarmat að hafa verið rúm 12 hundruð.
Hinn 8. september 1798 var stólshlutinn
seldur fyrir 70 ríkisdali, og mætti þá ætla að
heildardýrleiki jarðarinnar hafi verið 140
ríkisdalir, sem er í lægri kantinum miðað
við Möðrudal sem líka var seldur um svipað
leyti íyrir 180 ríkisdali. Ekki kemur fram
hver kaupandi var að jörðunum. í
Jarðabókinni frá 1861 er matið á
Grímsstöðum enn 6 hundruð forn, en nýtt
mat komið í 35,2 hundruð, ásamt hjáleigu
að nafni Nýibær, en ekki er getið um hvort
jörðin er setin af eiganda eða leiguliða. Geta
má þess hér til samanburðar að jörðin
Breiðavað í Eiðaþinghá, sem var eign
konungs og Skálholtsstóls að hálfu hvor, og
var að fornu mati 12 hundruð að dýrleika,
var seld hinn 9. september 1836 fyrir 864
ríkisdali samtals, sem er skrítilega hátt verð
miðað við ýmsar jarðir víðs vegar, og hlýtur
að vera einhver vitleysa. Ekki er að sjá að
jörðin hafi vaxið að verðgildi undanfarin ár,
því í Jarðabókinni frá 1861 er nýtt mat á
Breiðavaði aðeins 13,8 hundruð sem varla
er nema í meðallagi miðað við jarðir þar um
slóðir og þó víðar sé leitað. í Sveitum og
jörðum kemur fram að ýmsir ókostir fylgja
jörðinni,- hún á ekki land til íjalls, þ.e.
hefur vantað upprekstrarland, og vetrarbeit
var í lakara lagi og engjaheyskapur var
aðallega í blám. Allt þetta hlýtur og að hafa
átt við á 19. öld.
Einhverra hluta vegna fluttu þau gömlu
Grímsstaðahjón Jón Sigurðsson og Guðrún
Arngrímsdóttir (8138- 9506) burt þaðan, að
Hauksstöðum í Vopnafirði vorið 1860, en í
Grímsstaði komu bræður tveir frá Hauks-
stöðum, þeir Sigfús og Jósep Jósepssynir
með konur sínar og skyldulið, en geta má
þess að Guðrún var föðursystir þeirra
bræðra. Þessi skipan mála varð þó ekki
langvarandi, því vorið eftir flutti fólkið til
Vopnaljarðar á ný, en Jón og Guðrún komu
aftur frá Hauksstöðum til síns forna býlis
Grímsstaða. Það sama vor (1861) kom svo
Björn Gíslason frá Veturhúsum í Grímsstaði
ásamt sínu skylduliði.
Ekki mun það hafa verið að ófyrirsynju
að Björn Gíslason flutti í Grímsstaði, því
raunar mun hann, áður en til þess kom, hafa
91