Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 156
Múlaþing
Guðbjörg og Eiríkur giftust 5. desember
1888 og tóku við allri jörðinni vorið eftir.
Þá fluttust Guðný móðir hennar og Einar
Þórðarson að Eyvindará. Ekki er annars
getið en að búskapur þeirra hafi gengið
sæmilega. Þau nutu þess að Einar Sveinn
bróðir Eiríks var vinnumaður hjá þeim 15 ár
og Sigríður móðir þeirra bræðra aðstoðaði
þau dyggilega uns hún lést árið 1900. Og
ekki veitti af því búskapur er eitt og
barnalán annað. Þau áttu við að stríða mikið
og erfitt heilsuleysi barnanna. Þar voru
berklar að verki og ekki tiltæk þau
læknisráð, sem til urðu á síðari hluta 20.
aldar. Má best sjá þetta á eftirfarandi
upptalningu:
Gunnlaug f. 24. febrúar 1889. Dó úr
berklum 14 ára 1903.
Jón f. 28. janúar 1891. Fékk snert af
berklaveiki í æsku. Kvæntist Láru
Runólfsdóttur frá Böðvarsdal. Bjuggu þar
1925-1947, á Torfastöðum í Vopnafirði til
1956 en síðast í Vopnaljarðarkauptúni. Jón
lauk kennaraprófi 1912, var í farkennslu á
Fléraði til 1920 og var farkennari á
Vopnafirði til 1947 en síðan skólastjóri á
Torfastöðum til ársins 1956. Lést 20. apríl
1979. Synir þeirra Láru voru tveir, Sigurður
og Runólfur.
Guðný, f. 27. október 1892, lést 2.
nóvember 1897.
Einar, f. 26. febrúar 1894, dó 21. maí
1895.
Sigurður Ólafur, f. 27. mars 1895, lést 5.
desember sama ár.
Einar Kristinn, f. 14. júni 1896, ætíð
ávarpaður síðara nafni, ólst upp með
foreldrum sínum til fermingaraldurs, en var
svo víða á Héraði fram yfir tvítugt. Var tvo
vetur á Eiðaskóla, í íyrsta hópi Alþýðu-
skólans þar. Kvæntist Salnýju Jónsdóttur
frá Grófargerði á Völlum. Bjuggu í
Refsmýri en síðar á Keldhólum á Völlum.
Áttu tvo syni, Sigurð búsettan í Reykjavík
og Jón bónda á Keldhólum. Kristinn lést 30.
maí 1977.
Sigríður Vilborg, f. 7. febrúar 1898, ætíð
nefnd fyrra nafni. Lést úr lömunarveiki
1924, þá á Hofi í Vopnafirði. Lömunin varð
í öndunarfærum. Vika leið frá því hún
veiktist, þangað til hún lést.
Guðný, f. 29. febrúar 1899. Fór í fóstur
að Eyvindará. Dó þar 1903.
Sólrún, f, 14. desember 1902, fór
kornung í fóstur að Krossi vegna veikinda
móður sinnar. Var þar hjá Solveigu
föðursystur sinni og Páli Pálssyni, sem bæði
eru nefnd hér á undan. Bjó á Krossi með
manni sínum Sigfúsi Guttormssyni frá
Arnheiðarstöðum. Börn þeirra níu eru öll
enn á lífi: Páll, Oddur, Sólveig, Guttormur,
Eiríkur, Þórey, Baldur, Jón og Oddbjörg.
Sex þeirra búa í Fellum, Sólveig og Oddur í
Reykjavík en Þórey á Hornafirði. Sigfus
fórst í flugslysi 1951. Sólrún lést 18. mars
árið 2000 og var jörðuð í heimagrafreit á
Krossi.
Guðný, f. 16. 1905. Fluttist 1927 til
Vopnafjarðar og giftist Jóni Runólfssyni frá
Böðvarsdal. Reistu nýbýlið Dalland inni í
dalnum, rétt hjá þar sem nú liggur akvegur
upp á Hellisheiði. Guðný lést úr berklaveiki
8. janúar 1932. Barn þeirra dó líka.
Foreldrar hennar fluttust til þeirra 1927. Um
1930 var Guðný á sjúkrahúsinu á
Seyðisfirði og sá þá móðir hennar um
heimilið innanstokks. I minningargrein um
Jón Runólfsson segir Runólfur Jónsson
bróðursonur Guðnýjar að hún hafi verið
„ákaflega falleg ung kona“. Á Dallandi eru
nú vallgrónar rústir einar.
Eins og sjá má af þessari upptalningu
létust ljögur af börnum Eiríks og
Guðbjargar í bernsku, ein stúlka dó á
fermingaraldri, tvær dætranna létust rúm-
lega hálfþrítugar en þrjú lifðu til hárrar elli.
154