Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 56
Múlaþing
jarðfræðingur kom á staðinn nokkrum
dögum seinna, ásamt tveimur snjóflóða-
sérfræðingum frá Veðurstofu Islands.
Rituðu þeir skýrslu um hlaupið. Þar segir
m.a.:
„Greinilegt er að nokkur þúsund rúmmetrar af
bergi hafa hrunið niður snarbrattan hamravegginn.
Nokkurt snjómagn var fyrir í klettunum og hefur
grjótið líklega tekið snjó með sér í fallinu og
myndað grjótblandað snjóflóð. Greinilegt er að
mikil höggbylgja hefur myndast, því fíneínadreif
var víða að sjá fyrir utan grjótdreifina.“ (Þorsteinn
Sœmundsson o.fl. 1998).
Daginn áður hafði djúp lægð nálgast
landið úr suðvestri og gerði þá suðaustan
illviðri um mikinn hluta landsins, með
mikilli vatns- og slydduhríð. Næstu daga á
undan hafði hins vegar verið nokkuð hart
frost. Um þetta leyti var svonefnd Fljóts-
dalsvirkjun að komast í hámæli, og deilur
að hefjast um hvort hún ætti að fara í
umhverfismat. Var ekki laust við að sumir
settu hrunið í samband við þá atburði.
Heimildir
Anonymus (Oddur Sigurðsson), 1979: Skriðuföll í
F//otoí/o/.-Þjóðviljinn, 30.10. 1979.
Endurprentað í Týli 9 (2), 1979, bls. 58.
Ármann Halldórsson (ritstj.), 1975: Sveitir og
jarðir í Múlaþingi 2. bindi. Rvík.
Ármann Halldórsson, 1994: Kringskefjur. -
Múlaþing21: 197.
Halldór G. Pétursson, 1991: Drög að skriðuannál
1971-1990. - Náttúrufræðistofnun
Norðurlands. Skýrsla 14. Akureyri 1991. Birt
sem handrit.
Halldór G. Pétursson, 1992: Skriðuannáll 1951-
1970 - Náttúruíræðistofhun Norðurlands,
Skýrsla 16. Akureyri 1992.
Halldór G. Pétursson, 1992: Skriðuföll árin 1971-
1990. í: Ólafur Jónsson: Skriðufoll og
snjóflóð, II. bindi, 2. útg. Rv. 1992. Bls. 347-
388.
Halldór G. Pétursson og Hafdís E. Jónsdóttir,
1999: Skriðuannáll 1995-1999.
Náttúrufræðist. Isl. Unnið fyrir Ofanflóðasjóð.
Jón Hrólfsson, 1990: Höfum við týnt og ruglað
örnefnum?-Múlaþing 17: 142-145.
Ólafur Jónsson, 1957: Skriðuföll og snjóflóð 1-11.
Norðri, Reykjavík. (Þar er vitnað í heimildir í
blöðum um hlaupin á Arnaldsstöðum 1941).
Sigurður Blöndal, 1968: Frá Hallormsstað.
Skriðuhlaup hjá Arnaldsstöðum. -Austurl. 22.
nóv. 1968.
Sigurður Blöndal, 2001: Flóðin i Lagarfljóti i
nóvember 1968. Mestu vatnavextir á
Fljótsdalshéraði frá upphafi vatnamœlinga. -
Glettingur 11 (1): 19-23.
Þorsteinn Sæmundsson, Sigurður Kieman og
Pálmi Erlendsson, 1998: Grjóthrun í Snœfelli
þann 21. janúar 1998. Veðurstofa Islands,
greinargerð, VÍ-G98022-ÚR018.
54