Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 153
Undir Fellaheiði 1703-2003
við tvítugt. Eldri sonurinn af þeim, sem upp
kornust, hvarf til annarra sveita, en kom
aftur í Fell, að því er virðist „með brotin
skip“. Hefur það ferli verið rakið hér á
undan.
Jón Jónsson Bessasonar lést í Refsmýri
3. janúar 1867. Guðbjörg Sigfúsdóttir lést
þar 16. október 1876. Þá var Sigfús, yngri
sonurinn af þeim, sem lifðu, nýlega horfinn
í þjóðahafið í Vesturheimi ásamt konu sinni
og tveim ungum dætrum. Það féll í hlut
Guðnýjar dóttur þeirra Jóns og Guðbjargar
að taka við búskapnum í Refsmýri. Næsti
áratugur varð mjög kaldur, að því er virðist
vegna Dyngjufjallagossins 1875.
Guðný Jónsdóttir eldri var vikatelpa á
Skeggjastöðum 1850. Hún giftist Gunn-
laugi Sveinssyni. Gerð er grein fyrir honum
í næsta kafla. Salný Sveinsdóttir var systir
hans. Guðný Jónsdóttir yngri var dóttir Jóns
Jónssonar frá Refsmýri. Sigfinna Pálína var
dóttir Sigurbjargar Pálsdóttur. Katrín
Guðlaug var dóttir Sigfinns Pálssonar. Þær
voru allar barnabörn Guðbjargar Sigfús-
dóttur og Jóns Jónssonar. Guðbjörg
Þórðardóttir var frá Krossi og skyld þeim
systkinunum Jóni og Málmfríði. Fleira fólk
var í Refsmýri á þessum árum en hér kernur
fram, því tölur eru teknar með fimm ára
millibili.
Guðný Jónsdóttir
Guðný (8331) og Gunnlaugur (23)
Sveinsson f. 1834 tóku við búskap í
Refsmýri 1867. Hann kom þangað sem
vinnumaður 1862. Faðir hans var Sveinn
Jónsson á Tjarnarlandi og síðar á
Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Móðir
Gunnlaugs var Guðlaug (1598) Jóhannes-
dóttir frá Fjallsseli. Móðir Guðlaugar var
Guðrún Þorkelsdóttir frá Eiríksstöðum á
Dal. Gunnlaugur var rnjög duglegur og
áhugasamur bóndi en varð skammlífur.
Guðný Einarsdóttir og Sveinn Arnason,
Eyvindará.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands
Fékk lungnabólgu seint á slætti og lést 7.
september 1873. Sögn er að hann hafi lagst
fyrir og sofnað eftir hádegi er hann var við
slátt á engjum og vaknað með sólsting.
Hann mun hafa gert einhverja fyrstu
túnasléttu á Héraði, beðasléttu fremst á
Barði í túni í Refsmýri. Slétta þessi er
horfin vegna nútíma jarðvinnslu.
Guðný og Gunnlaugur eignuðust þrjá
drengi, sem allir dóu á 1. ári: Svein, Pál og
Jón. Fjórða barnið var dóttirin Guðbjörg, f.
26. nóvember 1867. Hún tók við búskap í
Refsmýri árið 1889 og var þá gift Eiríki
Jónssyni frá Kleif (sjá síðar).
Guðný bjó áfram í Refsmýri eftir lát
Gunnlaugs og naut fyrst aðstoðar Sigfúsar
bróður síns og Sigfinns hálfbróður síns og
vinnufólks. Árið 1876 kom í Refsmýri
Einar (2913) Þórðarson frá Ekkjufelli og
varð ráðsmaður við búið. Sama vor fluttist
151