Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 99
Sveinbjörg S. Sveinbjörnsdóttir
Sveinn Einarsson
hleðslumeistari frá
Með skrifum þessum langar mig að
segja frá hleðslumeistaranum og
Iistamanninum Sveini Einarssyni
frá Hrjót í Hjaltastaðaþinghá. Hann var
afkastamikill og vandvirkur verkmaður og
sjálfmenntaður listamaður. Hann var að
nálgast sextugt, þegar hann hætti búskap, en
þá byrjaði hann að tálga og smíða listaverk.
Hann hafði vinnuþrek ungs manns alveg
fram á síðasta dag. Ekki var óalgengt að
hann ynni við vegghleðslur í 10-12 tíma á
dag, þegar hann var korninn um og yfir
áttrætt. Þegar hlé gafst frá hleðsluverkum
vann hann við að tálga og renna handunna
listmuni, gróðursetja eða klippa runna.
Margir urðu til þess að fá þennan mikla
hagleiksmann til liðs við sig þegar gera
þurfti erfiðar lóðir. Á Minjasafni
Austurlands eru til margir hlutir frá honum.
Þar eru listaverk eftir hann, rjúpur, hrafn,
hreindýr, askur, drykkjarhorn, konur og
karlar og margt fleira. Þar eru verkfæri hans
geymd, útskurðarjárn, hnífar, borvél,
skrúfstykki og fleira, húsmunir úr búi
foreldra hans, stólar, borð, skápur og fleira.
Á árunum 1965-1993 átti Sveinn drjúgan
þátt í uppbyggingu, hleðslu og gróður-
setningu margra garða á Hallormsstað, á
Egilsstöðum og víðar. Hann var gjarnan
fenginn til starfa, víða á landinu ef hlaða
þurfti upp gamla kirkjugarða eða lagfæra
gamlar stéttar og hleðslur. Hin seinni ár
varð hann eftirsóttur víða um land, ekki síst
af safnafólki, sem kunni vel að meta fallegt
handbragð hans við hleðslur úr klömbrum,
grjóti og þökum. Ekki var það svo að
Sveinn ynni þetta allt einn eða með
höndunum einum. Oft hafði hann með sér í
vinnu þetta 5-10 menn, hleðslumenn,
gröfumenn og bílstjóra með kranabíla og
fleira. Einnig vann hann talsvert með
unglingum, t.d. var vinnuskólinn á
Seyðisfirði með honum við hleðslur þar í
nokkur sumur. Einnig var oft hópur
áhugamanna með honum við störf, en
Sveinn hafði yfirumsjón með hleðslunum
og leiðbeindi hinum yngri. Hann var sjálfur
ungur í anda og hafði gott lag á að
umgangast unglinga.
Æska og uppvöxtur
Sveinn fæddist á Hrjót í Útmannasveit
3. desember 1909. Foreldrar hans voru
hjónin Kristbjörg Kristjánsdóttir f. 1884,
d.1943 og Einar Guðmundsson f. 1879,
d. 1922. (Austri /1994). Kristbjörg var ættuð
úr Vopnafirði og Fellum, foreldrar hennar
voru Kristján Jónsson „Vopni“ og Sesselja
Oddsdóttir frá Hreiðarsstöðum í Fellum.
Einar var fæddur og uppalinn í Fellum,
97