Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 99

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 99
Sveinbjörg S. Sveinbjörnsdóttir Sveinn Einarsson hleðslumeistari frá Með skrifum þessum langar mig að segja frá hleðslumeistaranum og Iistamanninum Sveini Einarssyni frá Hrjót í Hjaltastaðaþinghá. Hann var afkastamikill og vandvirkur verkmaður og sjálfmenntaður listamaður. Hann var að nálgast sextugt, þegar hann hætti búskap, en þá byrjaði hann að tálga og smíða listaverk. Hann hafði vinnuþrek ungs manns alveg fram á síðasta dag. Ekki var óalgengt að hann ynni við vegghleðslur í 10-12 tíma á dag, þegar hann var korninn um og yfir áttrætt. Þegar hlé gafst frá hleðsluverkum vann hann við að tálga og renna handunna listmuni, gróðursetja eða klippa runna. Margir urðu til þess að fá þennan mikla hagleiksmann til liðs við sig þegar gera þurfti erfiðar lóðir. Á Minjasafni Austurlands eru til margir hlutir frá honum. Þar eru listaverk eftir hann, rjúpur, hrafn, hreindýr, askur, drykkjarhorn, konur og karlar og margt fleira. Þar eru verkfæri hans geymd, útskurðarjárn, hnífar, borvél, skrúfstykki og fleira, húsmunir úr búi foreldra hans, stólar, borð, skápur og fleira. Á árunum 1965-1993 átti Sveinn drjúgan þátt í uppbyggingu, hleðslu og gróður- setningu margra garða á Hallormsstað, á Egilsstöðum og víðar. Hann var gjarnan fenginn til starfa, víða á landinu ef hlaða þurfti upp gamla kirkjugarða eða lagfæra gamlar stéttar og hleðslur. Hin seinni ár varð hann eftirsóttur víða um land, ekki síst af safnafólki, sem kunni vel að meta fallegt handbragð hans við hleðslur úr klömbrum, grjóti og þökum. Ekki var það svo að Sveinn ynni þetta allt einn eða með höndunum einum. Oft hafði hann með sér í vinnu þetta 5-10 menn, hleðslumenn, gröfumenn og bílstjóra með kranabíla og fleira. Einnig vann hann talsvert með unglingum, t.d. var vinnuskólinn á Seyðisfirði með honum við hleðslur þar í nokkur sumur. Einnig var oft hópur áhugamanna með honum við störf, en Sveinn hafði yfirumsjón með hleðslunum og leiðbeindi hinum yngri. Hann var sjálfur ungur í anda og hafði gott lag á að umgangast unglinga. Æska og uppvöxtur Sveinn fæddist á Hrjót í Útmannasveit 3. desember 1909. Foreldrar hans voru hjónin Kristbjörg Kristjánsdóttir f. 1884, d.1943 og Einar Guðmundsson f. 1879, d. 1922. (Austri /1994). Kristbjörg var ættuð úr Vopnafirði og Fellum, foreldrar hennar voru Kristján Jónsson „Vopni“ og Sesselja Oddsdóttir frá Hreiðarsstöðum í Fellum. Einar var fæddur og uppalinn í Fellum, 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.