Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 141
Undir Fellaheiði 1703-2003
Sigríður (10484) Guðmundsdóttir giftist
Þórði (2911) Þórðarsyni frá Ekkjufelli. Þau
bjuggu víst lítið og voru barnlaus.
Bergljót (10485) Guðmundsdóttir giftist
Katli (10765) Ögmundssyni frá Bárðar-
stöðum í Loðmundarfirði. Synir þeirra voru
Ögmundur, sem bjó í Eyrarteigi í Skriðdal á
fyrri hluta 20. aldar og Þórarinn (10767),
sem bjó á Grunnavatni í Jökuldalsheiði,
Grund á Jökuldal og síðar á Arnarvatni í
Vopnafjarðarheiði. Hann var tvíkvæntur og
átti mörg börn. Af honum er frásaga í
bókinni Af Jökuldalsmönnum og fleira fólki
eftir Þorkel Björnsson frá Hnefilsdal.
Solveig (10486) Guðmundsdóttir var
með foreldrum sínum þangað til móðir
hennar lést í Meðalnesi 1869. Eignaðist þar
dóttur, sem skírð var Bergljót en hún dó
tveggja ára. Solveig giftist síðar Eyjólfi
(2917) Bjarnasyni. Foreldrar hans voru
síðari ábúendur af tveimur á Kálfshóli í
Dölunum en áður bjuggu þau á Asunnar-
stöðum í Breiðdal. Eyjólfur og Solveig
„bjuggu lítið“ segir í Ættum Austfirðinga.
Með því er átt við að sjálfstæður búrekstur
þeirra hafi varað stutt og að þau hafi verið í
vinnumennsku eða húsmennsku. Aðal-
manntal 1880 segir þau vinnuhjú í Valla-
nesi. Einkadóttir þeirra hét Sigurrós. Hún
átti dóttur með Jóni Armannssyni á
Hrærekslæk í Tungu. Það var Svava, sem
síðar varð ráðskona hjá föður sínum og ól
upp hálfsystkini sín eftir að móðir þeirra
lést af slysförum. Sigurrós giftist Birni
(3267) Sigurðssyni síðast bónda á
Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá. Dóttir
þeirra, María, er búsett í Reykjavík.
Síðar var Svava ráðskona um 20 ára
skeið hjá feðgunum Kristni Eiríkssyni og
Jóni á Keldhólum á Völlum. Hún taldi þó
lögheimili sitt á Eiríksstöðum á Dal hjá
Ágústu Jónsdóttur hálfsystur sinni.
Svava Jónsdóttir.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands
Svava lést í september 1991 á sjúkra-
húsinu á Egilsstöðum.
Jón Jónsson og Guðrún
Vilhjálmsdóttir
Vorið 1846 fluttust hjónin Jón (13668)
Jónsson og Guðrún Vilhjálmsdóttir frá
Ormarsstöðum að Hlíðarseli. Foreldrar
hennar voru Vilhjálmur Marteinsson á
Ormarsstöðum og fyrri kona hans Þóra
Sigfúsdóttir Guðmundssonar prests á Ási.
Jón kom frá Hjartarstöðum að Ormars-
stöðum 1845. Þau Guðrún eru talin hjón þar
í sóknarmannatali veturinn eftir. Jón var
kenndur Jóni Jónssyni, sem þá bjó í
Rcfsmýri en talinn sonur Árna Vilhjálms-
sonar, sem bjó fyrst á Ormarsstöðum og
síðar á Hjartarstöðum. Nýju hjónin á
Hlíðarseli voru því í raun skyld að 2. og 3.
ættlið, þótt ekki sjáist í kirkjubókum, því
Árni Vilhjálmsson var föðurbróðir Vil-
hjálms á Ormarsstöðum. Móðir Jóns á
Hlíðarseli hét Guðrún Einarsdóttir og var
frá Hjartarstöðum.
139