Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Qupperneq 87
Bergur Hallsson frá Hryggstekk í Skriðdal
burði til, hvað þá þeir sem þáðu eða höfðu
þáð af sveit. Vera má að Bergur hafi tekið
það ráð að braska með láns- og leiguær, sem
var leið sem sumir fátækir vinnumenn
reyndu til að komast í álnir á þessum tíma
og lengi síðan. Ekki er víst að allir hafi
verið ánægðir með viðskiptin og því hafi
einhverjir haft horn í síðu hans. Fékk hann
viðurnefnið Peninga-Bergur, sem festist við
hann ævilangt.
Ófrískri vinnukonu vísað til
heimasveitar
Ragnhildur Jónsdóttir hét vinnukona á
Hrollaugsstöðum í Útmannasveit á fyrstu
árum Bergs í Eiðaþinghá. Hún var liðlega
tvítug, fædd á Ytra-Nýpi í Vopnafirði 1799.
Hún hafði komið frá Brúnavík í Borgarfirði
eystra að Hrollaugsstöðum í Útmannasveit
vorið 1821, og sýnist vera þar næstu tvö
árin a.m.k.
A þessum tíma virðist sem leiðir þeirra
Bergs hafi legið saman, þó ekki hafi þau
verið vistuð á sama bæ. Þau kynni sýnast
hafa borið þann ávöxt að Ragnhildur fæddi
honum dóttur haustið 1824, en þá var hún
komin til foreldra sinna að Hvammsgerði í
Vopnafirði, og skráir presturinn á Hofi, sr.
Guttormur Þorsteinsson við hana innkomna
í sóknina, að henni hafi verið „vísað óléttri
hingað í sveit“ frá Borgarfirði eystra.
Hér kemur raunar fram grímulaust, að
sveitaryfirvöld ráku stundum óléttar stúlkur
af höndunr sér ef þær voru aðkomnar í
hreppinn, og vildu með því forðast að þurfa
kannski að sjá farborða óskilgetnu barni, en
svo var málum háttað að barn átti að öðru
jöfnu framfærslu í fæðingarsveit sinni, en
stundum deildu sveitayfirvöld um
framfærsluna. Barnið fæddist svo hjá
ömmu sinni og afa í Hvammsgerði hinn 17.
október 1824, og var skírt heima af afa
sínum og nefnd Ragnhildur eftir móður
sinni, en skírnin síðan staðfest af presti eins
og siður var. Faðirinn, Bergur Hallsson, er
þá sagður vinnumaður á Finnsstöðum í
Eiðaþinghá. Ragnhildur ólst upp í Vopna-
firði, og segir nánar af henni síðar.
Hér er tæpt á gömlu myrkraverki
Oddný Olafsdóttir hét vinnukona í
Útmannasveit á árunum fyrir og eftir 1820.
Hún var fædd í Mjóafirði um 1796, dóttir
hjónanna Ólafs Eiríkssonar og Katrínar
Sigurðardóttur sem bjuggu í Fjarðarkoti
árið 1801. Ekki er að sjá að þeirra sé getið í
Ættum. Börn þeirra voru 1801: Eiríkur 10
ára; Vigdís 11 ára og Oddný 5 ára.
Þar sem húsvitjun úr Mjóafirði er ekki
fyrir hendi frá þessum tíma er erfitt um
heimildir, en ýmsir hafa þó getið í eyðurnar,
þ.e. hent á lofti ýmsar skráðar sagnir
Arni Óla segir í bók sinni Grafið úr
gleymsku að Eiríkur þessi hafi alist upp hjá
foreldrum sínum fram yfir fermingu, en þau
hafi haft miður gott orð á sér, hvernig sem
sú vitneskja er fengin, ekki hefi ég séð hana
né heldur Vilhjálmur Hjálmarsson sem
einnig hefur ritað um sama efni. Engar
heimildir virðast vera til um óknytti Eiríks
Ólafssonar fyrr en hann er um tvítugsaldur,
og vekur það athygli. Fjarðarkot var
vafalítið í eigu Hermanns í Firði, því að
hann var stórbokki, eða „kóngur“ í sveit-
inni. Kannski að leigumálinn hafi verið
foreldrum Eiríks þungur í skauti, og þess
vegna hafi hann verið til kvaddur að vinna
hjá Hermanni upp í jarðarleiguna, og sagan
segir reyndar að ekki hafi farið svo illa á
með þeim Eiríki framan af, en svo tók að
síga á ógæfuhlið, og hann var sekur talinn
um stuld á mat hjá Hermanni, og einnig
hafði hann stolið einhverju smálegu á sjö
bæjum í Norðfirði. Ekki virðast þó
Norðfirðingarnir sem stolið var frá hafa
verið áhugasamir að koma sínum málum
85