Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 30
Múlaþing
Séra Sigmar og Guðríður með börn sín. Aftari röð: Stefanía, Jóhanna Ingibjörg og Valgerður.
Sitjandi: Sigmar, Marta Kristín, Aðalbjörg og Guðríður sem situr undir Guðmundi.
Eigandi myndar: Jóhanna I. Sigmarsdóttir
Njarðvíkur sneri Jóhanna við en við fórum
gangandi áfram. Hestinn sem dótið var á
höfðum við með okkur. Átti hann svo að
komast til baka með póstferð seinna. Við
gengum sem leið liggur um hinar alkunnu
Njarðvíkurskriður. Þarna var þá enginn
bílvegur en göturnar liðuðust eftir
skriðunum, sumstaðar að ég hygg ekki
meters breiðar og grjótskriðurnar
snarbrattar ofanvið, en neðan við víða
þverhníptir klettar niður í sjó. Á einum stað
í skriðunum stendur kross sem á er letrað:
„Effigiem Christi qui transis prónús
hónóra.“ Það var skilið á þessa leið:
„Vegfarandi, gjör bæn þína hér,“ og námum
við þar staðar.
Þegar við komum til Borgarijarðar var
enn leitað til kunningjanna. Maðurinn minn
og foreldrar hans voru kunnug kaupfélags-
stjóranum þar, Jóni Björnssyni. Konan
hans, Sigrún, var systir Halldórs á Vopna-
firði. Var okkur vel tekið eins og annars
staðar, þótt frúin væri að gera slátur, sem
við fengum heitt með öðru fleiru. Eitthvað
versluðum við líka í kaupfélaginu. Hafði
Jóhanna sagt okkur að taka út í reikning
þeirra, rúmfatnað og sitthvað fleira til
búsins, sem við og gerðum.
Með morgni var von á skipinu. Fórum
við því að sofa, en morguninn eftir vaknaði
ég við veðurhljóð og þungan nið. Leit ég út
um gluggann og sá að sjórinn var farinn að
ókyrrast og leist mér ekki meira en svo á.
Þarna lögðust skipin ekki að bryggju heldur
28