Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 45

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 45
Helgi Hallgrímsson Skriðuföll í Fljótsdal Fljótsdalur er þekktur fyrir miklar jarðvegsskriður, sem þar hafa orðið síðustu aldirnar, einkum í Suður- dalnum. Úrkoma getur orðið geysimikil í Fljótsdal, einkum í austan og suðaustan veðrum. Vegna mikils uppblásturs á öræfunum vestur og norðvestur af dalnum hefur jarðvegsþykknun orðið ör síðustu aldir, og þarmeð hefur hættan á jarðvegs- skriðum stöðugt farið vaxandi, eins og dæmin sanna. Hin snarbröttu klettafjöll eiga líka sinn þátt í þessu. Mun óvíða á Islandi vera eins skriðuhætt og í afdölum Fljótsdals. A.m.k. einn bær rná teljast óbyggilegur af þeim sökum og tveir eða þrír aðrir í verulegri hættu. Hér verður stiklað á stóru í skriðufallasögu dalsins, en einkum sagt frá skriðuföllum sem orðið hafa á síðasta áratug. Fyrri skriðuföll í Fljótsdal Á Austurlandi eru nú aðeins tveir bæir með nafninu Skriða. Er annar í Breiðdal, en hinn í Fljótsdal, og heitir nú fullu nafni Skriðuklaustur (í daglegu tali Klaustur). Nafnaukann fékk bærinn þegar þar var 1. mynd. Aursbiða í Valþjófsstaðateig í mynni Norðurdals, sem féll í byrjun maí 1990, rétt hjá þeim stað sem fyrstu virkjunargöngin voru grafln inn í fjallið árið eftir. Myndin var tekin af greinarhöfundi 2. ágúst 1990. stofnað klaustur, um aldamótin 1500. Líklega var þriðji bærinn með þessu nafni í Skriðdal (Jón Hrólfsson 1990), en er nú fyrir löngu fallinn úr byggð og týndur. Trúlegt er að Skriða í Fljótsdal hafi fengið nafn af skriðuhlaupi, enda kom það í ljós við byggingu Gunnarshúss, að þar er skriðujarðvegur. Hins vegar þekki ég engar heimildir um skriðföll á Skriðuklaustri, enda er nú orðinn lítill jarðvegur í fjallinu til að hlaupa. Hefur hann máske eyðst fljótlega eftir að skógur eyddist úr fjallinu. í bók Ólafs Jónssonar, ráðunauts frá Freyshólum, Skriðuföll og snjóflóð, I. bindi (1957) er greint frá helstu skriðuföllum í Fljótsdal fram til ársins 1955. Oftast er getið um skriður á Víðivallabæjum, og á Múlabæjum sitt hvoru megin í Múlanum, einnig í Valþjófsstaðafjalli. Elsta heimild um skriðuhlaup í Fljótsdal er í Fljótsdœla sögu, sem talin er rituð á 15. eða 16. öld. Segir þar að skriða hafi fallið á bæinn á Glúmsstöðum (nú Glúmsst. I) í Norðurdal og fólkið farist, nema þrjár manneskjur sem voru í fjósi. Eru munnmæli um að bærinn hafi staðið á Háaleiti, utan við núverandi bæ, en þar er gömul skriðubunga. Trúlega er þetta orðum aukið. Árið 1663 er greint frá því í annálum að bærinn Viðivellir fremri hafi nær eyðilagst af skriðuhlaupum og fólk bjargast 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.